Saga - 1983, Page 87
UM MATARÆÐI ÍSLENDINGA Á 18 ÖLD
85
inn. Þegar hvalfiska rekur á land er kjöt þeirra etið nýtt, en
þó einkanlega súrsað, þ.e. lagt í gamla mysu eða sýru. Þessi
réttur verður mjög bragðmikill.
Þar sem eru fiskveiðar í ám og vötnum, eins og lax- og sil-
ungsveiði, er þess háttar fiskur einnig etinn um miðjan dag,
annað hvort nýr án nokkurs smjörs eða þá að hann er salt-
aður niður til vetrarforða. Einstaka maður kann einnig að
salta og reykja báðar þessar tegundir. Sömuleiðis þegar
annars konar hlunnindi liggja til bæja, eins og eggver,
fuglaveiði o.fl. Þá eru etin egg með ögn af smjöri og fugla-
kjöt án smjörs, sumir gera af því súpu, en að því er mér er
kunnugt mjög fáir. Þar sem mikið af því fellur til er það
einnig etið á kvöldin.
A kvöldin kl. 9 er gjarnan snæddur sams konar matur og á
morgnana, að því undanteknu sem rétt í þessu var minnst á.
II. Á veturna
A morgnana kl. 10 til 11 er etinn mélgrautur soðinn í mysu,
grautur úr fjallagrösum soðinn í mjólk eða mjólk og vatni,
ásamt skyri sem geymt er frá sumrinu, eða líka blanda af
hvorum tveggja grautnum og skyri með mjólk út á eða svo-
kölluðum flautum, sem búnar eru til úr mjólk.
Um miðjan dag kl. 3, þurr fiskur og smjör, og þar sem fisk-
veiðar eru, þær tegundir fiska sem áður eru taldar. Á
nokkrum stöðum eru einnig etin söl (Alga Saccharifera) um
miðjan dag, þar sem þau gefast við sjávarsíðuna, til þess að
spara fiskinn, og eru þau auk þess talin lostæti og mjög holl
fæða. Hjá sveitabóndanum er hins vegar neytt mjólkur- og
spónamatar sem ábætis, því að fiskur er þar fremur dýr.
Það hefur einnig verið eldgömul venja, eins og enn er sagt
að tíðkist á Austurlandi og mörgum öðrum stöðum, að
safna á sumrin miklum forða af Angelica Archangelica, sem
etin er á veturna í staðinn fyrir fisk með smjöri. Hún (þ.e.
hvönnin, Angelica) er því tiltekin á ákveðnu verði í íslensk-
um búalögum, sjá Hrappseyjarútgáfuna 1775, blaðsíðu 42.
Á kvöldin kl. 9, sams konar matur og á morgnana.
Þeir sem náð hafa nokkrum árangri í garðrækt eta bæði