Saga - 1983, Page 88
86
SVEINBJÖRN RAFNSSON
sjálfir og halda að vinnufólki sínu allskyns káli og öðrum
þekktum jarðarávöxtum þar í landi, oftast matreiddum á
danska vísu, en þó lagað eftir kostum landsins, í stað venju-
legs matar. Þeir kunna einnig að notfæra sér sláturtíðina
sérlega vel.
Þetta má þá almennt segja um venjulegan og daglegan mat,
en þá athugasemd má einnig gera að margt alþýðufólk
kemst betur af, en nokkrir fátæklingar verða hins vegar að
láta sér nægja langtum lélegri fæðu. Hefðarfólk mun ég
ekki einu sinni nefna hér, þar sem flest af því semur sig eins
og það getur að lifnaðarháttum eins og tíðkast í Kaup-
mannahöfn, en ég læt öðrum eftir að dæma hversu mjög
það er í samræmi við hagsmuni landsins.
Auk þessa verður að taka fram að á nokkrum tilteknum
dögum á ári á að hafa ákveðinn mat, eins og á jóla-, páska-
og hvítasunnudag ásamt nýársdegi, en þá er hafður á
morgnana og kvöldin grjónagrautur soðinn í mjólk, og hjá
fátæklingum mélgrautur. Um miðjan daginn reykt kjöt. Á
mikjálsmessu þegar heyskap er lokið víðast hvar er gjarnan
slátrað lambi og skipt á milli vinnufólksins. Á allraheilagra-
messu eru etnir lambahausar. Á sprengikvöld er etið svo
mikið af reyktu kjöti sem hver getur í sig látið. Á fyrsta
sumardag (sem alltaf telst verða milli 19. og 27. apríl eftir
breytileika sunnudagsbókstafsins) eru gjarnan hafðar kjöt-
og blóðpylsur súrsaðar í sýru, það gildir einnig um ýmsa ha-
tíðisdaga eins og þrettándann, kyndilmessu, boðunardag
Maríu o.s.frv. Á ákveðnum sunnu- og helgidögum er höfð
súpa úr nýju eða söltuðu kjöti eftir atvikum. Sömuleiðis er
vinnufólki gjarnan gefinn betri og ljúffengari matur en
venjulega þegar eitthvert erfitt og óvenjulegt verk ber að
höndum, einnig þeim sem fara á fjöll til þess að tína
fjallgrös, sækja fisk í verstöðvarnar o.s.frv.
Undantekning frá því sem sagt hefur verið um fæðu al-
mennt er þó, að í verstöðvum er aðeins etið tvisvar á dag,
bæði hjá þeim sem þar búa í svokölluðum þurrabúðum, þar
sem ekki er stunduð nein kvikfjárrækt, og hjá sveitamönn-
um, sem þangað fara á vertíð. Matur þeirra samanstendur
að mestu af þurrum fiski og smjöri, bæði um miðjan dag og
kvöld ásamt alls konar nýjum fiski, heilagfiski, skötu, stein-
J