Saga - 1983, Síða 92
90
LÝÐUR BJÖRNSSON
landinu, sem api eftir kveifarlegan tepruskap í klæðaburði og
hirði hvorki um virðuleg lagafyrirmæli um þetta atriði, efnahag
sinn né erfiðleika, enda flytjist árlega til landsins dýrir dúkar, sem
hinir tilgerðarlegu geti skreytt sig með. íslenzkar konur eru þó
sagðar hafa óbeit á allri andlitsförðun, púðrun og roðun, enda
taki þær eðlilegan yndisþokka langt fram yfir allt aðfengið
skraut. Því er ekki neitað, að landsmenn haldi miklar veizlur og
veiti svo rausnarlega, að menn missi stundum taumhald á sér og
villist af vegi siðseminnar, en gefið er í skyn, að slíkt heyri fremur
til undantekninga.7
Frásögn Peerse af drykkjusiðum íslendinga gæti bent til þess,
að innlendu öli hafi hætt til að spillast, ef það var geymt.
Á átjándu öld var talið eðlilegt, að stjórnvöld og æðri stéttar-
menn hefðu vit fyrir almenningi á sem flestum sviðum. Mikið
magn heimilda er varðveitt frá þessu tímabili og gnótt vitnisburða
um dálæti íslendinga á óhófi. Skal nú vikið að nokkrum þeirra.
Meistari Jón Vídalin vikur að ýmsum myndum syndarinnar í
predikun sinni á jólanótt, m.a. ofdrykkju og ofneyzlu, og kveður
þá menn ekki vera guðs vini, sem slíkar syndir ástundi og iáti þær
arottna í holdi sínu. Biskup er þess fullviss, að samvizkan hljóti að
veita slíkum mönnum óvægnar ákúrur, nema hún sofi, en hún
hlýtur að hans dómi að vakna, er verst gegnir, þegar djöfullinn
kipnir svæflinum undan höfðinu. Meistari Jón beinir spjótum sín-
um að skrúðklæðaburði i predikun á Mikjálsmessu (29. septem-
ber) og er ómyrkur í máli að vanda.
,,Satt er það, að klæðin gjöra engan vondan né góðan af sjálf-
um sér, en fatnaðurinn er manninum gefinn til að skýla blygðan
sinni og varðveita líkamann frá kuldanum. Því mætti það sýnast,
að sá, sem keppist við að búa sig tígulegar heldur en virðingu
hans sómir, að hann gjöri það annaðhvort fyrir lauslætis eður
metnaðar sakir og er hvorttveggja stór synd í guðs augliti ....
Mismunur í klæðnaðinum á að vera og var forðum til að aðgreina
virðingar manna, og svo er ráð fyrir þessu gjört í landslögum vor-
um. Hvað sem þar fram yfir er, það er ósiðsemi og ranglæti, þvi
það er að taka sinn rétt frá þeim, sem æðri eru, að svo miklu leyti
sem þessum hégóma nemur .... En sé nokkur ei nema almennilega
kostum búinn og vill þó leita sér fordildar af klæðnaðinum, þá er
mikil fávizka í því. Ég veit, að einn asni verður þó aldrei hestur,
þó menn setji gullsöðul á hann, og svo verður einn dári aldrei vís,