Saga - 1983, Síða 93
HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÓHÓFINU OFBÝÐUR
91
vernig sem hann málar sig utan. Þessi ósiður fer mjög svo í vöxt i
andi voru smám saman nú nokkur ár. Ambáttin vill eins klædd
vera og húsmóðirin, þénarinn eins og herrann, sonurinn betur en
ans gamli faðir. Formegunin, mannskapurinn og vísdómurinn
p.u á burtu úr landinu, en búningur og klæðasnið eflist daglega.
■nn skóladrengur kostar öllu til þess að fá vænan kjól, en að
aupa sér eina bók, hvar af hann nokkuð gott megi læra, þar
!rðir hann ekki um. Og um alla hluti fram, þá skulu vor klæði
skorin vera eftir framandi þjóða sniði.“8
Meistari Jón og postilla hans höfðu mikil áhrif og voru i háveg-
Ufn höfð áratugum og jafnvel öldum saman. Þau áhrif nægðu þó
ekki til að stemma stigu við óhófi í mat og drykk og skartgirni, en
röðin var komin að veraldlegum yfirvöldum að reyna slíkt.
Tilskipun um húsvitjanir var gefin út hinn 27. maí 1746. Þar var
Prestum bannað að leita eftir vínveitingum, og skyldu þeir kærðir
^ynr prófasti, sem það gerðu (7. gr.). Með konungsbréfi, dagsettu
• júní 1746, var prestum boðið að halda sér frá drykkjuskap og
ukki sízt, er skip voru við landið, og áminna skyldu þeir sóknar-
öfn sin um að gæta hins sama. Ákvæði þetta bendir til, að tals-
vert slark og drykkjuskapur hafi tíðkast, er skip voru við landið,
°S þá liklega ekki sízt í kaupstaðarferðum. Gunnlaugur Snorra-
s°n prestur (um 1713—1796) lýsir kaupstaðarferð í gamankvæði
s'nu Skipafregn. Sú lýsing bendir til drykkjuslarks í kaupstað og
ekki minni á heimleið, enda nestuðu kaupmenn viðskiptavini með
vmföngum og suma ríflega.9 Sá siður varð þyrnir í auga sumra
rnðamanna á ofanverðri öldinni, en að því verður síðar vikið.
Með tilskipun um lausn hinnar íslenzku kauphöndlunar frá 18.
agust 1786 var öllum þegnum Danakonungs, sem ekki bjuggu
sJalfir við einokunarverzlun, heimilað að verzla á íslandi. Hófst
Pa það tímabil íslenzkrar verzlunarsögu, sem nefnt hefur verið frí-
öndlun (1787—1855). Þetta olli m.a. þeirri breytingu, að verzl-
Unir> komst í hendur einstakra kaupmanna eða fyrirtækja, sem
SUm hver höfðu aðsetur erlendis, en áður hafði hún um langa hríð
^enð í höndum félaga eða konungs. Eftir breytinguna virðist inn-
utningur munaðarvöru hafa aukizt frá því sem var á dögum
onungsverzlunarinnar eftir vitnisburði sumra embættismanna að
®ma. Þeir töldu þetta vera óheillaþróun, sem bæri að stöðva.
a‘ nu vikið að röksemdum þeirra og tillögum.
^tefán amtmaður Þórarinsson sendi kansellii langa greinargerð