Saga - 1983, Side 94
92
LÝÐUR BJÖRNSSON
um þetta efni, dagsetta 14. janúar 1791. Hann bendir á, að ekki sé
unnt að rækta þær jurtir í íslenzkri mold, sem gefi af sér hráefni í
hinn skaðsamlega drykk brennivínið. Því hafi landsmenn ekki
efni á að fjárfesta í þessum drykk, sem þeir þó geri. Stefán minnir
á, að í rentukammersbréfi til amtsins, dagsettu 3. júní 1783, sé frá
því skýrt, að stjórnardeildinni hafi með konungsúrskurði, dag-
settum 19. maí, verið falið að hefja viðræður við kansellíið um
ráð til að draga úr brennivínsneyzlu á íslandi, en ekkert hafi sér
vitanlega verið látið uppskátt um árangur þeirra. Amtmaður tel-
ur þó líklegt, að rekja megi minnkun á innflutningi brennivíns á
síðustu árum konungsverzlunar til þeirra. Konungur hafi enn-
fremur bannað að veita brennivín í verzlunum í annarri grein til-
skipunar um verzlun og siglingar frá 13. júní 1787 án leyfis amts-
yfirvalda og að viðlagðri sekt. Innflutningur og neyzla brennivíns
hafi stóraukizt með tilkomu fríhöndlunarinnar og sé sums staðar
orðin meiri en hún hafi verið frá því að innflutningur brennivíns
hófst. Amtmaður kveður það ekki ætlun sina að fjalla um inn-
flutning þessarar vörutegundar, enda hljóti sú stjórnardeild, sem
fjalla eigi um slík málefni, að huga að því með hliðsjón pf hags-
munum íslands og ríkisheildarinnar og jafnvel erlendra framleíð-
enda, t.d. franskra og spænskra, hvort rétt sé að láta innflutning-
inn ráðast af einkahagsmunum og vilja kaupmanna, sem ósjaldan
stríði beinlínis gegn hagsmunum ríkisins og almennings. Aftur á
móti verði vikið að tveimur atriðum, sem snerti drykkjuskap á ís-
landi, vínveitingum kaupmanna í búðum og vínveitingum í veizl-
um.
Stefán amtmaður greinir frá því, að kaupmenn veiti bændum,
sem komi í búðir þeirra og verzli, brennivín i glösum eða staupum
og það hvort sem viðskiptavinurinn óski eftir slíkum veitingum
eða ekki. Stundum sé um allmörg glös að ræða, enda líti kaup-
menn á þessar veitingar sem kaupbæti, er laða eigi viðskiptavini
að verzluninni. Auk þessa gefi kaupmenn viðskiptavinum !4—/i
pott brennivíns á vasapela og sé þessi skammtur ætlaður til hress-
ingar á heimleiðinni. Afleiðing þessa háttalags verði óregla og
drykkja i kaupstöðum og á heimleið, enda eigi margir bændur oft
fullt í fangi með að komast klakklaust til síns heima með varning
sinn. Drukknir bændur séu þjófgefnum oft auðveld bráð.
Amtmaður kveðst hafa fært þetta í tal við kaupmenn í Eyja-
fjarðarkaupstað (Akureyri) og bent þeim á, að vínveitingar í búð-