Saga - 1983, Side 95
HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÓHÓFINU OFBÝÐUR
93
Um væru brot gegn ákvæðum tilskipunar um verzlun og siglingar.
au svör hefðu fengizt, að þeir mundu missa verulegan hluta við-
skiptavina sinna, ef þeir hættu vínveitingum og aðrir kaupmenn á
staðnum héldu áfram uppteknum hætti, enda vildu viðskiptavin-
lrnir viðhalda þessum sið. Aðrir kaupmenn hefðu haldið því
fram, að ákvæði tilskipunarinnar höfðuðu til vínsölu í glösum eða
staupum, en ekki til vínveitinga. Amtmaður telur fullvíst, að
Uminningar einar stoði lítt gegn kaupmönnum, og leggur til, að
ansellíið semji tilskipun, þar sem þeim verði þannað að viðlagðri
sekt að veita viðskiptavinum brennivín í glösum, pelum eða hálf-
Pelum, ókeypis eða gegn gjaldi. Æskilegast væri að banna með
öllu sölu brennivíns í minna magni en pottum, enda venjist ungl-
'ngar og vinnumenn á að kaupa vín í hálfpelum, pelum eða hálf-
Pottum, sem kosti minna í hvert skipti.
I niðurlagi greinargerðarinnar er vikið að vínveitingum í veizl-
um og tekið fram, að brúðkaupsveizlur og erfidrykkjur hefjist og
Juki með brennivínsdrykkju, en við beri þó, að þrauð sé líka á
oðstólum. Sóknarprestar sitji oft í forsæti í slíkum veizlum,
u;m-k. í Hólastifti. Minnt er á, að í frumvarpi til tilskipunar um
ogreglustjórn á íslandi, sem Landsnefndin fyrri hafi samið og
Jend hafi verið til landsins til endurskoðunar árið 1787, sé grein,
^eni fjalli um þetta atriði og geti upprætt ósiðinn, ef lögfest yrði.
Hliðstætt ákvæði megi að vísu finna í konungsbréfi frá 3. júní
^46, en þar skorti refsiákvæði og skilgreiningu á orðinu misnotk-
Un, enda hafi ákvæðið ekki komið að tilætluðum notum. Til álita
æmi að sekta menn um 1—4 rd., sem rynnu í fátækrasjóð við-
^omandi hrepps, ef þeir veittu brennivín í fyrrnefndum sam-
væmum, enda geti bændur sem bezt veitt þar mat eða hina
0rnu, norrænu drykki, öl og mjöð eða suðræn vín, ef þeir hafi
efni á slíku. Amtmaður fer að lokum fram á, að gefin verði út til-
skipun um þessi atriði.10
Frásögn Stefáns amtmanns verður tæplega skilin á annan veg
en þann, að matur hafi ekki verið á boðstólum í brúðkaupsveizl-
Um og erfidrykkjum á Norðurlandi um 1790, aðeins brauð og
rennivín. Þetta kemur ílla heim og saman við lýsingar í íslenzk-
Um þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili.11 Stefán ítrekar þetta í
eiri greinargerðum, svo sem síðar verður að vikið. Frásagnir
hans
eru samtímaheimildir um þetta atriði, en rit Jónasar var sam-
um einni öld síðar. Má því ætla, að amtmaður fari með rétt