Saga - 1983, Page 96
94
LÝÐUR BJÖRNSSON
mál, enda þótt greinargerðir hans séu samdar í ákveðnum til-
gangi. Veitingar í brúðkaupsveizlum virðast því hafa breytzt veru-
lega nyrðra á fyrri hluta 19. aldar.
Kansellíið sendi Landsnefndinni siðari greinargerðina með
bréfi, dagsettu 14. maí 1791, og óskaði umsagnar. Svarbréf
nefndarinnar er dagsett 3. júní. Hún treystir sér ekki til að mæla
með útgáfu tilskipunar um þetta efni og telur óvíst, að unnt yrði
að tryggja eftirlit með framkvæmd hennar. Kansellíið féllst á þá
niðurstöðu og tilkynnti Stefáni amtmanni það með bréfi, dagsettu
2. júlí 1791.12
Amtmaður svaraði stjórnardeildinni hinn 7. ágúst 1792 og
ítrekaði fyrri rök fyrir nauðsyn á útgáfu tilskipunar. Hann mót-
mælir því, að eftirlit með framkvæmd muni reynast torvelt. Slíkt
eftirlit hljóti að lenda á þeim embættismönnum, sem stjórnin hafi
treyst til að annast lögreglustjórn í landinu, sýslumönnunum, og
þeir muni annast það jafnvel og eftirlit með því, að ákvæðum
fjölmargra annarra tilskipana væri hlýtt. í bréfinu kemur fram,
að innflutningur brennivíns til Akureyrar hafi aukizt úr 30 tunn-
um í 100 tunnur eftir að fríhöndlun hófst. Tekið er fram, að inn-
flutningur brennivíns til annarra hafna í amtinu hafi ekki aukizt
jafnmikið hlutfallslega, en alls staðar þó verulega.13
Stefán amtmaður lagði ekki árar í bát, þrátt fyrir litlar undir-
tektir 1791 og 1792. Hann lagðist gegn innflutningi skarts og leit-
aði að þessu sinni fulltingis rentukammersins. Hann fór þess á leit
við stjórnardeildina í greinargerð, dagsettri 26. janúar 1793, að
tilskipun frá 20. janúar 1783, ætluð þegnum konungs í Dan-
mörku, Noregi og hertogadæmunum, og tilskipun frá 12. marz
s.á., ætluð bændastéttinni í Danmörku og Noregi, yrði lögleidd á
Íslandi. Beiðni sína rökstyður amtmaður með því að benda á, að
innflutningur á flauels- og silkitreyjum, silkiklútum, sem ekki þoli
þvott, og nokkurra tegunda af gull- og silfursnúrum, sumt reynd-
ar gervidót, hafi aukizt verulega og ekkert bendi til, að úr þessu
muni draga. Tekið er fram, að jafnvel hinar aumustu og fátæk-
ustu vinnukonur sveipi höfuð sín silkiklútum, er þær fari til
kirkju eða klæði sig upp í brúðkaupsveizlur. Amtmaður telur
óeðlilegt, að íslendingar geti óhindrað skartað að vild, enda sé
slíkt bannað bændafólki í Danmörku og Noregi.14 Tveimur dög-
um síðar ritar amtmaður kansellíi og hefur það eftir sýslumannin-
um í Eyjafjarðarsýslu (Jóni Jakobssyni), að þá nýverið hafi blá-