Saga - 1983, Síða 97
HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÓHÓFINU OFBÝÐUR
95
atæk vinnukona og sárfátækur vinnumaður gengið í hjónaband
°g boðið 50 manns í veizluna. Þetta telur amtmaður í hæsta máta
oviðeigandi og bendir á að skv. tilskipuninni fyrir bændastéttina
1' ^anmörku og Noregi frá 12. marz 1783 sé óheimilt að bjóða
ætri en 32 mönnum í slíkar veizlur, nánustu ættingjar meðtaldir.
ændur á íslandi eru að dómi Stefáns mun fátækari en stéttar-
ræður þeirra í þessum löndum og því sé óeðlilegt, að íslenzkum
tondum sé heimilt að bjóða mun fleira fólki í slíkar veizlur eða
40 50 manns, en slíkt sé algengt. Minnt er á, að í frumvarpi
andsnefndarinnar fyrri til tilskipunar um lögreglustjórn hafi
verið ákvæði, sem bannaði að bjóða fleirum en tólf í venjulegar
tuðkaupsveizlur. Amtmaður lýkur greinargerðinni með því að
°ska eftir útgáfu tilskipunar, þar sem kveðið verði á um, að há-
ntarksfjöldi boðsgesta í venjulegar brúðkaupsveizlur skuli vera
Sextán og að viðlagðri 16 sk. sekt fyrir hvern boðsgest umfram þá
tölu.15
Kansellíið sendi Ólafi stiftamtmanni Stephensen greinargerð
tefáns amtmanns hinn 29. júní 1793 og óskaði álitsgerðar.
jornardeildin mun líka hafa snúið sér til rentukammersins, en
Pað óskaði umsagnar stiftamtmanns um þetta mál hinn 21. sept-
ember 1793.16
Stefán amtmaður hefur að svo búnu talið réttara að skýra sjón-
^rmið sín fyrir rentukammerinu. Hann sendi stjórnardeildinni all-
anga greinargerð, og er hún dagsett hinn 28. janúar 1794. Þar ját-
ar amtmaður, að fyrrnefndar tilskipanir frá 1783 hæfi ekki
stæðum á íslandi óbreyttar, einkum þó tilskipunin frá 20. janú-
. ’,Sem virðist sniðin við hæfi kaupstaðarbúa, enda skuli hún les-
. arlega af predikunarstól. Fyrir sér hafi aðeins vakað að fá gefna
ut sérstaka tilskipun um samsvarandi efni fyrir íslendinga og bann
mnflutningi ákveðinna vörutegunda, meðan unnið væri að til-
’Puninni. Ljóst væri, að óhóf í mat og drykk og skartklæða-
tour hefði færzt í vöxt með tilkomu fríhöndlunar, svo sem
ntargir góðir menn og gegnir hafi óttazt, og ekkert benti til, að
ta breyttist til batnaðar. Ýmsar vörutegundir væru nú fluttar
^nn, sem áður hafi verið óþekktar, t.d. ýmiss konar silkibönd, flau-
t °S líningar (manchetter), og innflutningur annarra hafi aukizt,
• • brennivíns, skonroks og tóbaks, en af síðastnefndu tegund-
^ 1 vseru að auki fluttar inn fleiri tegundir en áður var. Stefán
st forláts á því að nefna skonrok i þessu viðfangi, en það væri