Saga - 1983, Síða 98
96
LÝÐUR BJÖRNSSON
dönsk matvara. Þetta væri dýrasta matvaran og engum þarflegri
en brauð bakað úr innfluttu mjöli og ekki hóti nytsamlegra ís-
lendingum en sætabrauð (bagværk) íbúum Danmerkur og Nor-
egs. Tekið er fram, að brennivín og skonrok séu helztu (einu) veit-
ingarnar í veizlum bænda nyrðra. Amtmaður staðhæfir, að lands-
menn verji árlega þúsundum ríkisdala til kaupa á varningi af
framangreindu tagi og þetta fjármagn sé beinlínis tekið frá
atvinnuvegunum.
Að svo búnu víkur amtmaður að tilskipuninni frá 12. marz
1783, sem hann telur hæfa íslandi með nokkrum breytingum.
Fram kemur, að tilskipunin var í þremur greinum, og fjallaði hin
fyrsta um samkomur og fjölda boðsgesta. Stefán leggur til, að sú
grein verði lögfest fyrir ísland með nokkrum breytingum. Há-
marksfjöldi boðsgesta verði sextán manns og viðurlög gegn brot-
um 16 sk. á boðsgest umfram þann fjölda. Bann gegn því að hafa
fleiri en fjóra rétti á boðstólum skuli fellt niður, enda sé matur
ekki á boðstólum í brúðkaupsveizlum bændafólks á íslandi. í stað
þess ætti að banna að veita brennivín og skonrok við slík tæki-
færi, en veita tvíréttaða máltíð í staðinn, enda valdi brennivín
stundum óspektum. Aftur á móti sé vín sjaldséð á borðum í veizl-
um bænda og þá aðeins franskt hvítvín og kaffi hafi ekki verið
veitt i brúðkaupsveizlum i Norður- og Austuramtinu. Amtmaður
telur þó rétt, að kaffidrykkja verði bönnuð í væntanlegri tilskip-
un, enda kveðst hann hafa frétt, að bændur á Suðurlandi hafi far-
ið að neyta kaffis fyrir nokkrum árum og neyzlan hafi aukizt tals-
vert. Tekið er fram, að norskum bændum hafi verið bannað að
drekka kaffi árið 1783, en þó talið fullvíst, að slík neyzla hafi ver-
ið óþekkt víða í Noregi, einkum í fjallabyggðum. Veizluhöld í til-
efni af fæðingum, skírn og leiðslu í kirkju væri óþarfi að banna í
tilskipun ætlaðri íslandi, enda óþekkt hér, en aftur á móti er talir>
full þörf á ákvæðum um veitingar í erfidrykkjum, en þær væru
yfirleitt hinar sömu og í brúðkaupsveizlum.
Önnur grein tilskipunarinnar hefur fjallað um fjölda veizlu-
daga. Amtmaður telur ákvæði um það atriði óþörf í tilskipun ætl-
aðri íslendingum, enda tíðkist hér ekki, að brúðkaupsveizlur
bænda standi lengur en einn dag. Þriðja greinin hefur fjallað urn
klæðaburð, og telur amtmaður nauðsynlegt, að væntanleg tilskip'
un geymi ákvæði um það atriði. Hann greinir frá því, að bænda-
konur, bændadætur og vinnukonur sveipi höfuð og háls silkiklút-