Saga - 1983, Side 100
98
LÝÐUR BJÖRNSSON
brennivíns. Mest beri á brennivinsdrykkju í grennd við verzlunar-
staði og verstöðvar og firri þar fátæklinga eignum og skynsemi og
jafnvel lífi. Stiftamtmaður kveður vel, ef tilskipun geti komið í
veg fyrir drykkjuskap, enda mundi það breyta bæði landi og íbú-
um til hins betra á fáum árum. Sér sé þó ljóst, að framkvæmd
væri ýmsum annmörkum háð, en að verulegum notum kæmi, ef
dregið væri úr innflutningi.18
Svarið til kansellís fjallar um brúðkaup og fjölda brúðkaups-
gesta. Stiftamtmaður telur það ýkjur einar, að brúðkaupsgestirnir
í Eyjafirði hafi verið um 50, en kveður menn þó verða að hafa
hugfast, að þar hafi aðeins verið veitt þurrt brauð og brennivín,
en ekki fjórréttuð máltíð, kaffi og vín, sem þó sé heimilt að hafa á
boðstólum í brúðkaupsveizlum í Danmörku og Noregi. Ólafur
kveður vera til siðs á íslandi, að brúðkaupsgestir gefi brúðhjónum
peninga að skilnaði, 24 sk. — 1 rd. hver og sumir meira. Fé þetta
noti brúðhjónin síðan til að kaupa til búsins og þeim sé því akkur í
að bjóða sem flestum og helzt velefnuðum mönnum. Stiftamt-
maður telur þó þörf á að takmarka fjölda boðsgesta, t.d. við 24
menn, og banna óhóf i mat og drykk, t.d. með því að banna að
hafa fleiri rétti en þrjá á boðstólum. Ekki er minnzt á vínneyzlu í
brúðkaupsveizlum í svari Ólafs.19
Ólafur fjallaði ekki i þessum tveimur skjölum um öll þau atriði,
sem Stefán amtmaður hafði bryddað á í greinargerðinni frá 28.
janúar 1794, enda vafalítið ekki haft hana undir höndum. Rentu-
kammerið sendi stiftamtmanni greinargerðina með bréfi, dagsettu
26. júlí 1794. Sama dag tilkynnti stjórnardeildin Stefáni amt-
manni þessa ákvörðun.20
Svar stiftamtmanns er dagsett 22. maí 1795 og fjallar um
klæðnað karla ásamt kaffi- og brennivínsdrykkju landans. Hann
staðfestir, að nokkrir bændur gangi í treyjum af klæði og brjóst-
dúkum af flóneli, calemanque eða sayette, sem væri lA—/i alin
dýrari en vaðmálsfatnaður, en á hinn bóginn hálfu endingarbetri.
Fatnaður þessi sé auk þess mun smekklegri en hin hræðilega ljótu,
svörtu vaðmálsföt, sem oft hafi brennzt i litun og líti því enn verr
út. Ekki bæti úr skák, að íslendingar séu auðþekktir frá öllum
öðrum jarðarbúum á því að klæðast þessum hörmulega svarta
sorgarbúningi við öll tækifæri. Ólafur kveðst oft hafa óskað þess,
að landar sínir legðu þennan búning af og klæddust í staðinn
stuttum treyjum og í þeim lit, sem hver einstaklingur kysi, gráum,