Saga - 1983, Blaðsíða 102
100
LÝÐUR BJÖRNSSON
órökstuddum í tilskipun um umsókn íslendinga um verzlunar-
frelsi frá 29. september 1797.22
Hér hefur verið greint frá nokkrum tilraunum til að koma í veg
fyrir neyzlu munaðarvöru og skrúðklæðaburð á íslandi. Tilraunir
þessar eiga það sameiginlegt, að þær virðast ekki hafa borið til-
ætlaðan árangur. Allar voru þær rökstuddar með því, að lands-
menn hefðu ekki efni á að kaupa þennan varning. Jón biskup
Vídalín staðhæfir þó í postillu sinni, að mismunandi klæðaburður
eigi að vera kennimark þjóðfélagsstétta, og hið sama kemur fram
í lögum. Full ástæða er til að ætla, að þetta sjónarmið hafi verið
mun sterkara en ráðið verður af öðrum tilvitnuðum heimildum,
enda var meistari Jón maður hreinskilinn og laus við að klæða
hlutina í dulargervi. Greinargerðir háembættismannanna, einkum
Stefáns Þórarinssonar, sýna glögglega, hve smásmuguleg forræð-
ishyggja þeirra embættismanna gat verið, sem orðið höfðu fyrir
hvað mestum áhrifum frá hinu menntaða einveldi.
TILVITNANIR
1 Jónsbók (Odense 1970), bls. 115—116, 284.
2 Árni Böðvarsson: íslenzk orðabók, bls. 325, 456, 738.
3 Grg. (ljóspr. 1945), I. a bls. 21.
4 D.L, II. bls. 25; Árni Böðvarsson: íslenzk orðabók, bls. 220, 523.
5 D.I., II. bls. 791.
6 D.L, X. bls. 171.
7 Glöggt er gest&'auga&i-bts; •Í5tr-2Í,i29-r-30, 39; Björn Þorsteinsson: Gories
Peerse, Saga, III. bls. 100—(I4j.ísl^ndslýsing (Qualiscunque descriptio Is-
landiae, Rvik 1971),'bls.:t00Á-ldl,431—133.
8 Vídalínspostilla (Rvík 1945), bls. 56, 477—478.
9 Lovsamling, III. bls. 531, 553—554; íslenzkt ljóðasafn (Hafnarfjörður
1975), II. bls. 140—149.
10 KA, askja nr. 46.
11 Jónas Jónasson: íslenzkir þjóðhættir (Rvík 1945), bls. 283—296.
12 KA, askja nr. 46.
13 S.st.
14 Isl. journ., 9. nr. 547. Liggur með Isl. journ., 10. nr. 398.
15 Isl. journ., 9. nr. 1002. Liggur með Isl. journ., 10. nr. 398.
16 KA, askja nr. 46; Bréfab. stiftamtmanns.
17 Isl. journ., 9. nr. 1002. Liggur með Isl. journ., 10. nr. 398. Ordbog over Det
Danske Sprog, I. sp. 1049 (bagværk), VIII. sp. 1026—1027 (hægte), XIIL
sp. 867—869, 967 (mansketter, manchet, í hdr. virðist standa manchester),
XV. sp. 337 (offer); Sigfús Blöndal: íslensk-dönsk orðabók (ljóspr. 1952),
bls. 453.