Saga - 1983, Side 105
VERZLUNIN Á ÍSAFIRÐI
103
lest skips, eða a.m.k. á fyrstu 30 stórlestirnar, ef um stærri skip
Var að ræða.2
Ymsar fleiri ráðstafanir voru gerðar til framdráttar hinu nýja
verzlunarfyrirkomulagi, sem löngum hefur verið nefnt því
önskuskotna nafni fríhöndlun. Meðal annars var ákveðið að
stofna á íslandi sex kaupstaði með ýmsum sérréttindum fram yfir
aðra verzlunarstaði. Var gefin út um það sérstök tilskipun 17.
november 1786, en heildartilskipun um fríhöndlunina var gefin út
Júní 1787.3 Þessir kaupstaðir voru Reykjavík, Grundarfjörð-
ar’ Isafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar, og var
Pess vænzt, að þeir yrðu með tímanum miðstöðvar verzlunar, út-
§erðar og iðnaðar, hver í sínum landshluta eða umdæmi. Skyldi
onungur gefa kaupstöðunum nægilegt landrými og kaupa það
anda þeim, ef með þyrfti. Þá skyldi væntanlegum kaupstaðar-
0rgurum úthlutað nauðsynlegum lóðum ókeypis. Og með kon-
Ungsúrskurði 20. marz 1789 var þeim ennfremur lofað verðlaun-
Urr>. sem næmu 10% af kostnaði við að reisa þar hús úr timbri eða
steini, eða þá láni, er næmi helmingi áætlaðs byggingarkostnaðar,
°g skyldi það endurgreiðast með 2% vöxtum á 10 árum.4
Annars er skemmst frá því að segja, að enginn þessara kaup-
staða reyndist að sinni hafa nein þroskaskilyrði nema helzt
eykjavík. Misstu því hinir staðirnir fimm smám saman kaup-
staðarréttindin, þótt flestir þeirra hafi síðar endurheimt þau.
Sú varð niðurstaðan, að eignir konungsverzlunar á hinum 25
Verzlunarhöfnum á íslandi lentu að langmestu leyti i höndum
auPmanna hennar þar eða aðstoðarmanna þeirra. Sama er að
Se§ja um mest af þeim skipakosti, sem konungsverzlunin hafði
0rn,ð sér upp með miklum tilkostnaði. Hins vegar tóku samning-
Ur við þá mun lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Á flestum
°tnum landsins komst hið nýja verzlunarfyrirkomulag því ekki
1 framkvæmda fyrr en vorið og sumarið 1788, og á fáeinum
eirra dróst það til næsta árs og jafnvel fram á 1790.5
I ársbyrjun 1787 hafði sérstök nefnd, sölunefnd verzlunareigna
°nungs (den islandske handels realisationskommission), verið
,,'Puð til að selja eignir íslenzku verzlunarinnar og koma fri-
°ndluninni í framkvæmd.6 Nefndinni var það mikið kappsmál
a fá kaupmenn konungsverzlunar til að kaupa eignir hennar og
®etast sjálfseignarkaupmenn á íslandi, m.a. til að ríkið losnaði
Vl að greiða þeim eftirlaun. Þegar það dróst hins vegar að samn-