Saga - 1983, Page 106
104
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
ingar næðust við þá, hóf nefndin aukinn áróður fyrir því, að aðrir
þegnar konungs stofnuðu þar fastar verzlanir auk þeirra, sem
höfðu hug á að senda þangað skip til lausaverzlunar og fiskveiða.
Hér er þess að geta, að í nýafstöðnu frelsisstríði Bandaríkja
Norður-Ameríku höfðu þeir kaupsýslumenn í Danaveldi, er
stunduðu skipaútgerð, grætt á tá og fingri. Þá voru mestu sigl-
ingaþjóðir Evrópu, svo sem Bretar og Hollendingar, Frakkar og
Spánverjar, flæktar í stríðið og verzlunarflotar þeirra meira og
minna lamaðir, en skip hlutlausra þjóða eins og þegna Danakon-
ungs hlupu þar í skarðið á meðan. Þó að drýgstur hluti stríðsgróð-
ans félli í hendur stórkaupmanna í Höfn, efldust ýmsir starfs-
bræður þeirra annars staðar í Danaveldi, svo sem í Noregi og her-
togadæmunum, einnig að auði og skipakosti á þessum árum. Sá
mikli samdráttur, sem varð síðan í siglingum og verzlun danskra
þegna að stríðinu loknu, mun hins vegar hafa orðið enn tilfinnan-
legri þar en í höfuðborginni.
Kaupsýslumenn í Noregi og hertogadæmunum vantaði þannig
ný verkefni. Þess vegna var eðlilegt, að þeir sýndu mikinn áhuga á
íslenzku verzluninni og tækju þegar að sigla til landsins vorið
1787. Félag nokkurra kaupsýslumanna í Altona á Holtsetalandi
hóf þá fasta verzlun á Isafirði, sem vikið verður nánar að hér í
þessari grein. Auk þess stofnuðu kaupmenn í Altona útibú á
Grundarfirði og í Hafnarfirði, og kaupmenn í Flensborg og Nord-
borg í Slésvík stofnuðu verzlanir í Hafnarfirði, Keflavík og
Reykjavík. Norðmenn gerðust einkum athafnasamir í lausaverzl-
uninni en stofnuðu einnig nokkur útibú, sem hér skulu þó ekki
talin, nema verzlun sú, er félag fjögurra kaupsýslumanna í Björg-
vin hóf á ísafirði sumarið 1788. Verður nokkuð um hana fjallað í
þessari grein.
í upphafi fríhöndlunar komst öll verzlun á ísafirði þannig í
hendur aðilum, sem ekkert þekktu fyrirfram til íslenzku verzlun-
arinnar, meðan fyrrverandi kaupmenn eða aðrir starfsmenn kon-
ungsverzlunar urðu sjálfseignarkaupmenn á flestum öðrum höfn-
um.
Eftir að styrjaldir hófust að nýju í Evrópu árið 1792 í kjölfar
stjórnbyltingarinnar miklu í Frakklandi, bauðst eigendum þessara
útibúa langtum arðvænlegri atvinnuvegur en verzlunarrekstur á
íslandi. Leið þá ekki á löngu, að þeir seldu þau tveimur fyrrver-
andi starfsmönnum konungsverzlunarinnar, sem náð höfðu