Saga - 1983, Page 111
VERZLUNIN Á ÍSAFIRÐI
109
Smissen, sem byrjaði þá einnig verzlun á Grundarfirði, og Johan
Christopher Donner, er varð brátt framkvæmdarstjóri þessa
fyrirtækis. Árið 1790 voru félagarnir fimm og áttu sinn fimmta
hlutann i því hver.22
I byrjun lét félagið nægja að kaupa eina af duggum konungs-
Verslunar (Rodefiord, 48 stl.) og nokkuð af vörum, sem hún átti
fyrirliggjandi í Höfn, og síðan einnig nokkrar vörur á ísafirði, allt
með hinum hagstæðustu kjörum. Húsnæði fékk félagið i fyrstu
aðeins að láni eftir þörfum i húsum konungsverzlunar á ísafirði
°8 reyndi að nota þá áðstöðu sem lengst án þess að kaupa þau.
Féllst félagið að lokum á þau kaup eftir allmikla eftirgangsmuni
af hálfu sölunefndar, en dró þó í lengstu lög að ganga formlega
fra þeim.23
Verzlunarstjóri Altonamanna á ísafirði á árunum 1787—1790
hét Johan August Thiele. Hann átti eðlilega við ýmsa erfiðleika að
etJa í byrjun vegna ókunnugleika síns á landi og þjóð. Auk þess
Þotti hann stirfinn og bráðlyndur og samdi því fremur illa við
andsmenn. Keppinautum sínum, Björgvinjarmönnum, sem brátt
Verður nánar vikið að, reyndist hann mjög harður í horn að taka.
L°ks lenti hann í útistöðum við húsbændur sína, og kölluðu þeir
nann heim sumarið 1790. Eftirmenn Thieles hvor fram af öðrum
etu Christian Ludwig Pind og Christian H. Fischer. Engar um-
talsverðar sögur fara af þeim, og virðast þeir því hafa komið sér
sæmilega bæði við íslendinga og Björgvinjarmenn.24
Svo virðist sem Altonamenn hafi upphaflega vænzt allgóðs
agnaðar af verzluninni á ísafirði og jafnvel hugsað sér að hafa
Par fleiri járn í eldinum. Þannig munu þeir félagar hafa haft hug á
að uPPörva sjósókn íbúanna. Þeir komu sér t.d. brátt upp fisk-
yerkunarstöð í Bolungarvík, en það var raunar beggja hagur, að
Pvi er bezt verður séð. Við það fengu þeir fiskinn glænýjan til sölt-
Unar, og útvegsbændur losnuðu við þá miklu fyrirhöfn og annað
JOu, sem hlauzt af því að flytja slíkan fisk inn til ísafjarðar. Þessi
ramtakssemi þeirra Altonamanna mun þó hafa átt að miklu leyti
r°t sína að rekja til þess, að harður keppinautur kom fljótlega til
s°gunnar á ísafirði. Er hér átt við Björgvinjarmenn, sem síðar
verður getið nánar.
^ið samkeppnina bættist það, að íslenzka verzlunin reyndist
1 gefa af sér eins skjótfenginn gróða og Altonamenn virðast
a búizt við. Slíkur gróði tók hins vegar að bjóðast á öðrum