Saga - 1983, Page 112
110
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
slóðum eftir að stríð brauzt út að nýju árið 1792. Urðu þeir þá
brátt afhuga verzluninni á ísafirði. Donner skýrði þess vegna
sölunefnd frá því sumarið 1793, að þeir félagar hefðu ákveðið að
hætta þessari óarðbæru verzlun. Fór hann fram á það, að nefndin
tæki aftur við fasteignunum á ísafirði og léti sér nægja sann-
gjarna leigu fyrir afnot þeirra af þeim. Þetta ítrekaði hann síðan á
útmánuðum 1794, þótt nefndin hefði þegar hafnað þvi.
Sölunefnd svaraði því til, að hún gæti ekki tekið við verzlunar-
eignunum á íslandi aftur, þótt kaupendurnir yrðu fyrir einhverju
óvæntu tapi eða þótt tilviljunin hagaði því þannig, að þeir gætu
um stundarsakir hagnazt meira af því að nota skip sín til annars
en siglinga til íslands. Auk þess væru allir kaupendur þessara
verzlunareigna skyldugir til að halda áfram verzlun á íslandi
meðan þeir skulduðu eitthvað af kaupverðinu. Og þeir félagar
hefðu ekki einu sinni staðið í skilum að því er borgun fyrir fast-
eignirnar á ísafirði varðaði. Að lokum kvaðst nefndin þó skyldu
leitast við að liðsinna þeim eitthvað við sölu þessara eigna.25
Verzlun Busch & Paus
Niðurstaðan varð sú, að Jens Lassen Busch keypti verzlunar-
eignirnar á ísafirði af Altonamönnum árið 1794 ásamt duggunni
Rodefiord. í félagi með honum í þessum kaupum var Henrik
Christian Paus. Hafði hann byrjað feril sinn við íslenzku verzlun-
ina sem nemi við konungsverzlunina í Olafsvík árið 1783, en verið
verzlunarstjóri á Djúpavogi fyrir Busch eftir að fríhöndlun hófst.
Sjást ítök hans eystra meðal annars á því að hann keypti þar Pap-
ey.26
Á ísafirði voru í eigu Altonamanna 10 hús, þar af 2 stór, nýleg
bjálkahús, sem konungsverzlunin hafði látið byggja, og eitt fisk-
verkunarhús höfðu Altonamenn byggt í Bolungarvík. Þessar eign-
ir ásamt innanstokksmunum, áhöldum og öðru, sem þeim fylgdu,
seldu þeir nú þeim Busch og Paus fyrir 2.528 rd., og átti upphæð-
in að borgast vaxtalaust næstu 5 árin. Til að standa straum af
þessu, ásamt kaupum á duggunni Rodefiord fyrir 3.000 rd. og
nauðsynlegum verzlunarvörum, lánaði sölunefnd þeim Busch og
Paus 8.000 rd., sem skyldu greiðast með 4% vöxtum á 10 árum.27
Þegar nefndin mælti með þessari lánveitingu við konung og
fjármálaráðuneytið, bar hún mikið lof á Busch fyrir dugnað hans
og skilvísi, bæði i þjónustu konungsverzlunar og sem sjálfseignar-