Saga - 1983, Page 116
114
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
ar, eins og áformað hafði verið, þar eð áhafnirnar urðu að vinna
að því um sumarið að koma húsunum upp.37
Auk þess að láta kaupför sín stunda fiskveiðar við landið á
sumrin, áformuðu Björgvinjarmenn upphaflega einnig að efna
þar til útgerðar. Bækistöðin í Bolungarvík mun sumpart hafa ver-
ið ætluð til þess, ásamt því að taka við fiski landsmanna sjálfra og
reka þar verzlun. Lítið virðist hins vegar hafa orðið úr annarri
starfsemi þar en móttöku og verkun þess fisks, sem íbúarnir
höfðu á boðstólum. Á hinn bóginn fengust Björgvinjarmenn dá-
lítið við síldveiðar og hákarlaveiðar og fóru fram á sérstakan styrk
eða verðlaun frá stjórninni vegna þessarar framtakssemi. Árið
1791 var og samþykkt með konungsúrskurði að veita þeim eftir-
leiðis venjuleg fiskveiðiverðlaun fyrir að láta lítið skip, sem þeir
áttu, stunda hákarlaveiðar.38
Björgvinjarmenn selja Ólafi Thorlaciusi verzlun sína
Janson tók þegar í bréfi til sölunefndar 6. febrúar 1790 að
barma sér yfir því, að hann og félagar hans skyldu hafa ráðizt í
þessar umfangsmiklu framkvæmdir á íslandi. Kvað hann þá helzt
vildu losna við fasteignir sinar þar, ef þeir sæju einhverja leið til
að koma þeim i peninga, jafnvel þótt með tapi væri, þar eð engar
horfur virtust á, að þeir hefðu annað en erfiðleika og tilkostnað af
þessu fyrirtæki. Bar hann því bæði við, að verzlun þeirra og fisk-
veiðar við ísland gæfu heldur lítið i aðra hönd og tollstjórinn í
Björgvin beitti öllum brögðum til að gera að engu þær tollaíviln-
anir, sem þeir ættu rétt á samkvæmt frihöndlunarlögunum.39 I
ársbyrjun 1794 tilkynnti hann svo sölunefnd, að vegna allra þess-
ara erfiðleika sæju þeir félagar sér ekki fært að halda verzlun á
ísafirði áfram, og myndu þeir ekkert skip senda þangað það ár.
Breytti það engu þótt nefndin mæltist til þess, að þeir héldu verzl-
uninni áfram og benti þeim á, að Altonamenn hefðu nú ákveðið
að hverfa frá ísafirði.40 Björgvinjarmenn eygðu nú einnig leiðir til
langtum meiri og skjótfengnari gróða en nokkru sinni virtist geta
verið að vænta af verzlun og fiskveiðum við ísland. Sýnir það hve
mjög þeim var í mun að losna sem fyrst við fasteignir sínar þar, að
þeir seldu þær Ólafi Thorlaciusi, kaupmanni á Bildudal, fyrir
aðeins 2.500 rd.41
Verzlun Björgvinjarmanna á ísafirði fékk þannig jafnskjótan