Saga - 1983, Side 120
118
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
mátti, t.d. bæði að því er varðaði aðstöðu til bygginga og fisk-
verkunar. Deilur þeirra færðust einnig út til Bolungarvíkur, m.a.
út af afnotum fiskverkunarsvæðis þar, sem var þó nógu stórt fyrir
þá báða.
Þrátt fyrir allar væringar leið samt ekki á löngu, að til nokkurr-
af samvinnu kæmi milli þessara keppinauta, þegar um sameigin-
lega hagsmuni var að ræða. Er nánar að því vikið hér aftar, þar
sem fjallað er um sambúð þeirra við íslendinga. Meira mun þó
hafa kveðið að slíkri samvinnu eftir heimkvaðningu Thieles, þar
eð samkomulag eftirmanna hans við Heidemann virðist hafa verið
skaplegt.
Eftir að eigendaskipti höfðu orðið að verzlununum á ísafirði
árið 1795, gerðist samkomulag keppinautanna þar mjög gott,
a.m.k. meðan Henrik Christian Paus sat þar sjálfur. Hann lagði
sig fram við að ná vinfengi Ólafs kaupmanns Thorlaciusar og
verzlunarstjóra hans á ísafirði, Jóns Jónssonar, og virðist góð
vinátta jafnan hafa haldizt með þeim. Eftir að Paus var setztur að
ytra, brýndi hann það hvað eftir annað fyrir verzlunarstjórum sín-
um að hafa sem allra bezta samvinnu við Ólaf og Jón, þar eð það
væri afar mikilvægt fyrir hag verzlunarinnar. Allmikill misbrestur
var þó á því, að Peter Busch færi að þessum ráðum húsbænda
sinna, einkum er á leið. Kemur þetta t.d. fram í bréfi Paus til eftir-
manns hans, Peters Weyvadts, 5. apríl 1811. Þar lætur Paus í ljós
ánægju yfir því að gott samkomulag sé með honum og Ólafi og
kveðst vona að það haldist, enda muni það reynast verzlun beggja
til mikils gagns. Hins vegar háfi það ósamlyndi, sem verið hafi
milli Peters Busch og Ólafs á síðari árum hins fyrrnefnda, verið
Busch einum að kenna. Hafi þetta átt verulegan þátt í því að verzl-
un þeirra fékk minni útflutningsvörur en verzlun Ólafs.49
Hér er komið að meginorsök þess, að Paus lagði svo ríka
áherzlu á góða sambúð við Ólaf Thorlacius, semsé að verzlun
Ólafs var þróttmeiri en hans. Þess vegna taldi hann einnig nauð-
synlegt, að þeir tækju upp allnána samvinnu á ýmsum sviðum og
gerðu um það formlegan samning. Árið 1798 lagði Paus uppkast
að slíkum samningi fyrir Ólaf, sem hafði þá greinilega ekki telj-
andi áhuga á málinu. Harðindin um og upp úr aldamótunum
krepptu hins vegar verulega að verzluninni.50 Munu þau hafa orð-
ið þess valdandi, að Ólafur skipti um skoðun, enda var Jón, verzl-
unarstjóri hans á ísafirði, hlynntur samningsgerðinni.