Saga - 1983, Side 124
122
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
1788. Verzlunarstjóri þeirra, E.M. Heidemann, átti við margvís-
lega erfiðleika að etja í byrjun og stóð í svo umfangsmiklum bygg'
ingarframkvæmdum, að eðlilegt var að verzlun hans gengi á
meðan nokkuð á tréfótum. Höfðu menn því einnig sitthvað út á
hann að setja, a.m.k. framan af. Sambúð hans við landsmenn
mun þó hafa farið batnandi, er á leið og meiri kynni tókust.
Sumt af því, sem bændur fundu Heidemann til foráttu, virðist í
fljótu bragði harla léttvægt, svo sem það, að hann hefði sett upP
auglýsingu í búð sinni, þar sem hann óskaði eftir karlmönnum '
vinnu og byði þeim langtum hærra kaup en bændur gætu greitt.
Hér mun semsé aðeins hafa verið um tímabundið fyrirbæri að
ræða, eða meðan Björgvinjarmenn voru að ljúka byggingarfram-
kvæmdunum. Þetta sýnir hve erfiðleikar þeir, sem Heidemann
átti við að etja, voru af margvíslegum toga spunnir. Bændur virð-
ast hafa reynt eftir mætti að hindra það, að hann fengi íslenzka
menn til starfa, enda litið á hann sem hættulegan keppinaut um
vinnuaflið. Hafði þessi skortur á íslenzku vinnuafli t.d. neytt
Heidemann til að nota áhafnir tveggja skipa til byggingarvinnu
sumarið 1788, í stað þess að láta þær stunda fiskveiðar á skipun-
um, eins og ætlað hafði verið.60
Ofangreind kvörtun út af Heidemann er eitt atriðið í kæru 10
bænda í ísafjarðarsýslu 20. nóvember 1789 yfir verzlun þeirra
Altonamanna og Björgvinjarmanna. Var kæran send Ólafi amt-
manni Stefánssyni, en frumkvöðull hennar og höfundur var
greinilega Þórður Ólafsson, bóndi og umboðsmaður i Vigur-
Kærendurnir telja, að fríhöndlunin hafi reynzt þeim mikil aftur-
för frá konungsverzluninni, þar eð innfluttar nauðsynjavörur
hafi stórhækkað, en þeirra eigin vörur á hinn bóginn lækkað
verulega. Sendu þeir stuttan verðlista með kæru sinni þessu til
sönnunar. Þegar hann er borinn saman við bráðabirgðataxta kon-
ungsverzlunar frá vorinu 1787, er því ekki að neita, að islenzkar
vörur höfðu heldur lækkað.61 Teljandi hækkun hafði hins vegar
ekki orðið á ýmsum helztu nauðsynjavörum, en tóbak og brenni-
vín aftur á móti stórhækkað. Allt um það var verðlagið óhag-
stæðara hér en það var á Snæfellsneshöfnum og syðra á þessum
árum. Alvarlegasta kæruatriðið var þó sjálfsagt það, að ekkert
teljandi timbur hafði fengizt á ísafirði í tvö ár, og lélegt og dýrt
það lítið það var. Voru það mikil viðbrigði frá því, sem verið
hafði á dögum konungsverzlunar síðari, er sérstakt skip var