Saga - 1983, Side 126
124
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
misfellur væru á verzlunarrekstri sínum eins og þeir hefðu haldið
fram í kæru sinni. Þetta kvaðst hann mundu afsanna gagnvart
amtmanni og verða að leita verndar hans, ef menn létu sig ekki í
friði. Sams konar bréfi, sem íbúarnir skrifuðu Thiele, svaraði
hann þeim engu, en lækkaði þó mjöl dálitið. Við þetta mun svo
hafa setið.66
Framangreindar kærur ísfirðinga bera það með sér, að enginn
teljandi verðmunur hefur verið hjá þeim Heidemann og Thiele,
þótt samkomulag þeirra væri ekki sem bezt og þó að Paus teldi,
að samkeppni þeirra hefði verið mjög hörð, er hann mælti sem
ákafast með samvinnu kaupmanna um verðlag.67 Þegar sameigin-
legir keppinautar, þ.e. lausakaupmenn og erlendir sjómenn gerðu
vart við sig, lögðu Björgvinjarmenn og Altonamenn venjulega
væringar sín á milli til hliðar. Þannig halda ísfirðingar því fram í
fyrrnefndri kæru, að Heidemann og Thiele hafi unnið dyggilega
að því í sameiningu sumarið 1789 að hindra viðskipti íbúanna við
lausakaupmenn. Þá gerðu þeir Heidemann og Pind sameiginlegar
tillögur haustið 1790 um ráðstafanir gegn launverzlun erlendra
sjómanna.68
Úr því að Thiele og Heidemann gátu komið sér saman um ein-
hverjar aðgerðir gegn viðskiptum landsmanna við sameiginlega
keppinauta, má fara nærri um hversu því hafi verið háttað eftir
eigendaskiptin um 1795, er samkomulag ísafjarðarkaupmanna
gerðist mjög gott. Víst er um það, að Paus var ekki einungis óspar
á að hvetja í bréfum sínum til ýmissa gagnráðstafana gegn lausa-
kaupmönnum, svo sem fyrr getur, heldur og gegn þeim héraðsbú-
um, sem dirfðust að hafa frumkvæði að heimsóknum lausakaup-
manna, kæmu þeir ekki af sjálfsdáðum.69 En þannig reyndu
menn stundum að hrista af sér verstu einokunarfjötrana. í þessu
efni túlkar Paus sjálfsagt almenn viðhorf fastakaupmanna til
samkeppni lausakaupmanna, svo ekki sé talað um óleyfilega
verzlun íslendinga við erlenda fiskimenn.
Samvinna sú, sem var lengst af milli ísafjarðarkaupmanna á
dögum J.L. Busch og Ólafs Thorlaciusar, bendir ákveðið til þess,
að mikill einokunarbragur hafi þá löngum verið á verzluninni á
ísafirði. Of langt væri að rekja hér dæmi um kvartanir héraðsbúa
yfir henni, en þær virðast oftar hafa snúizt um slæmar vörur og
dýrar en um beinan skort á nauðsynjavörum.70 Þess skal einungis
getið, að Fr. Trampe, amtmaður í vesturamti, telur í skýrslu til