Saga - 1983, Blaðsíða 127
VERZLUNIN Á ÍSAFIRÐI
125
rentukammers um ferðalag, er hann fór um amtið sumarið 1805,
að margvíslegar kvartanir, sem hann hafi heyrt yfir verzluninni í
3mtinu, muni eiga við hvað mest rök að styðjast varðandi verzlun-
lna á Isafirði.71 Trampe gerir reyndar enga frekari grein fyrir þess-
ari fullyrðingu. En með því að verzlun var síður en svo með
n°kkrum glæsibrag annars staðar í vesturamti um þessar mundir,
nefur hún greinilega verið heldur bágborin á ísafirði.
Fiskverkunarstöðvar ísafjarðarkaupmanna í Bolungarvík
Eins og getið er hér framar, komu Altonamenn og Björgvinjar-
nienn sér fljótlega upp fiskverkunarstöðvum í Bolungarvík. Þeir
'ðarnefndu reistu þar meira að segja verzlunarhús og ráku þar
einhverja verzlun. Ætla má, að Altonamenn hafi þá einnig tekið
ö verzla þar, slík samkeppni sem var með þessum aðilum um þær
mundir. Þá virðist ennfremur einhver verzlun hafa byrjað í Bol-
Ungarvik sumarið 1789 á vegum Jens Lassens Busch.72 Um það
eytl rak hann að vísu aðallega verzlun austur á Djúpavogi, en
n^eð því að hann var öllum hnútum kunnugur i Bolungarvík, var
n*egt að hann notaði sér þá aðstöðu, sæi hann sér hag í því.
Enginn umræddra aðila mun hafa rekið nema sumarverzlun í
olungarvík. Verzlun þar varð auk þess skammvinn, því að með
u skipunum 1. júní 1792 og 23. apríl 1793 var bannað að starf-
raekja verzlanir utan gömlu verzlunarhafnanna, nema með sér-
Stöku leyfi rentukammers.73 Og slík leyfi lágu ekki á lausu. Hins
^egar var ekki amazt við fiskverkunarstöðvum í Bolungarvík, þótt
Pao væri gert sums staðar annars staðar um það leyti.74
Fiskverkunarstöð í Bolungarvík var tvímælalaust mikið hag-
rmði fyrir útvegsbændur á þeim slóðum, enda höfðu þeir farið
Pess á leit á síðustu árum konungsverzlunar, að hún hæfi þar fisk-
Verkun. Ekki varð þó af því, m.a. vegna þess að Busch kaupmað-
Ur lagðist gegn því.75 Eftir tilkomu Altonamanna og Björgvinjar-
a^anna munu deilur þeirra Thieles og Heidemanns að vísu hafa
valdið bændum i Bolungarvík ýmsum óþægindum. Auk þess kom
ú's íÍlna kaupmanna og bænda þar útfrá. Þannig átti Magn-
’gmundsson, bóndi í Meirihlíð, í einhverjum brösum við Alt-
^namenn. Meira kvað þó að deilum þeim, sem urðu milli Árna
agnússonar, bónda á Hóli, og Björgvinjarmanna, en þar lá við
rnalaferlum, sem þó munu hafa fallið niður. Árni virðist hafa átt