Saga - 1983, Page 136
134
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
tímis, voru hestarnir reknir yfir ána. Þá var einn maður í
litla bátnum og gætti þess að þeir sneru ekki aftur til sama
lands. Gamlir og vanir ferðahestar fóru stundum sjálfir út í
ána, strax og búið var að taka af þeim reiðtygin. Þegar hest-
arnir voru fáir og óvanir að synda, voru þeir teymdir eftir
skipinu. Eins var það gert ef vöxtur var í ánni, rok eða
ísskrið.
Stundum var teflt á fremstu nöf við flutninga yfir Þjórsá í
vatnavöxtum, roki og jakaburði. Á haustin og veturna var
verið að berjast við að flytja allan daginn myrkranna á mill'
oft i roki og rigningu eða gaddi og ísskriði milli skara. Þa
varð að hrinda hestunum ofan af ísskörinni í jökulelfuna,
sem tók þeim i miðjar síður eða meir. Þegar svona stóð á,
varð fyrst, áður en hestunum var hrundið út í, að brjóta
skarð í íshelluna hinum megin árinnar, þangað til vatnið var
ekki dýpra en svo að hestarnir gátu hoppað upp úr.2
Austur yfir Holt
Það er löngu gleymt að ferðalög voru miklar þrekraunir í gamla
daga, áður en tækni nútímans braut leiðina austur og guð bauð
bílnum „góðan dag i Kömbum,“ eins og Kjarval orti. Sigurþór
Ólafsson smiður á Gaddstöðum á Rangárvöllum, bróðir séra
Ólafs Ólafssonar frikirkjuprests, bjó hjá honum í Guttormshaga1
Holtum í Rangárvallasýslu, en Ólafur var prestur í Holtaþingun1
1884—93. Sigurþóri segist svo frá ferðalögum í þann tíð:
Ég held að ferðalögin hafi seindrepið margan manninu
eins og útbúnaður var á æði mörgum og aðstæður allar-
Ferðalagið byrjaði vanalega á því að sundleggja yfir Þjórsa,
vaða við það meira og minna, ferðast svo allan daginn
blautur, liggja svo úti eða i útikofa um nóttina og vera yf'r"
leitt skítkalt alla ferðina utan við árnar, þar sem menn svitn-
uðu við að róa og bera af og á. En því kaldara varð mönn"
um á eftir. Oft voru þá einu úrræðin að hella í sig brenni-
víni, sem vel flestir reyndu að hafa með sér. Varð þá sern
oftar vandratað meðalhófið, og hygg ég að ferðalögin haf'
oft og einatt orðið til þess að gera menn að drykkjumönn-
um.3
J