Saga - 1983, Side 138
136
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
lausgangara, passaleysingja, eða aðra tortryggilega menn
yfir ána, þvi ber þeim að fullvissa sig um að ferðamenn séu
útþúnir með reglulega passa.4
Sandhólaferja var ekki eina ferjan á Þjórsá.2 Þeir sem land áttu
að ánni, máttu hafa skip á henni, en einungis flytja sjálfan sig og
sitt góss, ekki farþega og þeirra góss. Önnur ferja var að Reykj-
um, en hún virðist hafa lagst niður um 1880. Þá var ferja á Egils-
stöðum, en það var dragferja um 1800, og henni er vel lýst í ferða-
bók Hollands og McKenzies 1810. Þeir segja hana litla, 10'/2 fe{
að lengd og 4 fet á breidd, og bera ekki nema 2 farþega auk ferju-
manns; hún var dregin milli bakka. Af orðum ferjumanns 1810
má marka, að oft hefur verið mikið að gera og einkum á vertíð-
inni og lestunum.5 Á sama tíma hefur verið mesti annatími ferj-
unnar hjá Sandhólaferju og umferð þar margfalt meiri en hjá
Egílsstöðum, því að Sandhólaferja var mest notuð af þeim er í
kaupstað fóru á Eyrarbakka eftir að verslun þar jókst, og einnig
af þeim að austan er yfir Þjórsá þurftu að komast til að sækja ver-
tiðir suðvestanlands. Egilsstaðaferja hefur líklega verið fyrir upp'
sveitir Rangárvallasýslu: það hefur þótt of mikill krókur fyrir fólk
úr þeim sveitum að fara alla leið niður á Sandhólaferju til að kom-
ast yfir; einnig bendir stærð Egilsstaðaferjunnar til þess að ekki
hafi verið um mikla umferð að ræða samfellda. Sandhólaferja var
ekki dragferja, því að þar er allt of langt á milli bakka til þess að
hægt sé að draga bát yfir ána.
Séra Benedikt Eiríksson, sem var aðstoðarprestur í Kálfholti
1833—1847, lýsir veginum frá Sandhólaferju yfir Holtin og segú
hann liggja að Hemjunum, austur fyrir ofan Ás og Hellatún niður
að Rauðalæk fyrir framan Arnkötlustaði,6 þarna er lýsingu hætt,
en líklega hefur vegurinn haldið áfram upp Rauðalækinn og síðan
sveigt í átt að Ægisíðu. Lýsing Benedikts kemur heim og saman
við kortið frá 1907, þar sem vegurinn er greinilega merktur inn a
það. Þessi lýsing Benedikts var frá um 1840. En 1810 lýsa Holland
og McKenzie ferð sinni yfir Holtin frá Ytri-Rangá að Þjórsá á
eftirfarandi hátt. ,,Við riðum Ytri-Rangá á vaði, sem bæði var
djúpt og illt yfirferðar. Síðan fórum við um víðáttumikla mýra-
fláka, unz við komum að Þjórsá, sem rennur nálægt miðja vegu
milli Odda og Eyrarbakka.“7 Þessir miklu mýrarflákar, sem þe*r
nefna, er Safamýri, eins og þeir teikna leiðina (sjá mynd 3).