Saga - 1983, Page 142
140
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
Þar sem vegurinn liggur frá Rauðalæk að Hrútsvatni er
fyrir 10 árum síðan lögð brú um Ásengjar og Framnesland
af kekkjum og torfi með sandi á ofan. Er hún að lengd 215
faðmar, en 3 álnir danskar að breidd. í Ferjusundi er 310
faðma löng kekkjabrú.14
Af framangreindu má ráða að vegurinn upp Rauðalæk hefur
verið tekinn í notkun um 1846. Tveimur árum áður en Magnús
Stephensen ritar um vegina eða 1854 birtir Þjóðólfur grein um
vegaframkvæmdir á íslandi og ástand og viðhald veganna á því
ári. Þjóðólfur segir mjög litlar vegabætur hafi verið unnar víðast
á landinu, en segir svo, að „þegar dregur fjær dugnaði höfðingj-
anna hér syðra, austur yfir fjallið, þá skiptir stórum um til betra
með vegabætur." Um Rangárvallasýslu segir hann m.a.:
í Rangárvallasýslu er og vegabótum haldið stöðugt áfram
árlega með vissri stefnu. Þær voru byrjaðar að nokkru að
fyrirlagi Eiríks sáluga Sverrissonar, en þeim hefir ekki verið
fram haldið síður síðan herra Magnús Stephensen tók þar
við sýslustjórn. Nýjar og öflugar brýr eru nú albúnar og vel
haldið við yfir foræðin undir Eyjafjöllum, yfir Ás mýrarnar
í Holtum, yfir Eystra-Ægisíðusund og að mestu leyti yfir
Dufþekjusund — brúin yfir Ferjusund er og að mestu albú-
in. Allar þessar brýr eru vandaðar og vel hlaðnar, og mikið
verk á þeim, og eru allar lagðar yfir mestu foræði, sem lengi
hafa verið ófær yfirferðar þó þau hafi verið farin, og þar
sem allur almenningur á leið um ár út og ár inn.
Síðan segir Þjóðólfur ,,en þyngst koma þessar almennu vega-
bætur niður á Hvolhreppingum og Holtasveitarmönnum og eiga
þeir þó enn, sem von er, mikla brú óhlaðna yfir Ægisíðusund
vestara, sem herra Stephensen hefir ætlað þeim að taka til, þegar
hinar Holtabrýrnar eru albúnar."15 Af framansögðu má ljóst
vera að vegabætur hafa hafist af nokkrum krafti í tíð Eiríks Sverr-
issonar sýslumanns 1836—1843. Þetta er staðfest af skýrslu sýslu-
manns um ástand vega frá árinu 1869, en þar segir ,,at den tiden
1839 eller 1840 at den her i Sysselet var begynt að arbejde efter
nogen Plan og ved foröget Interesse for Vejenes bedre
Tilstand,"16 svo að Eiríkur hefur farið að taka vegamálin traust-