Saga - 1983, Page 143
ÞJÓÐLEIÐIR OG VEGAFRAMKVÆMDIR
141
um tökum 3—4 árum eftir að hann hafði tekið við embætti sýslu-
manns. í umsögn um Eirík sýslumann segir að hann hafi þótt
harður, hvað sem hann tók að sér fyrir sýslubúa og framkvæmdi
meira af embættismyndugleika, en ósk þeirra.17 Án efa má rekja
s'ðastnefndu staðhæfinguna til framkvæmdanna í vegamálum, en
telja má víst að vegabótavinnan, sem Eiríkur hefur látið fram-
kvæma, hafi verið óvinsæl af sýslubúum, en Eiríkur hefur ein-
Uugis verið að fara eftir lögum, sem er að finna í réttarbót við
Jónsbók frá 1294, en þar segir: „Skylt er bóndum at gera vegu
fera um þver héruð ok endilöng, þar sem mestr er almanna vegr
ePtir ráði sýslumanna ok lögmanna, sekr eyri hverr er eigi vill
SJöra, ok leggist þat til vegabóta.“18 Þessi skylduvinna kemur svo
betur i ljós með vegalögunum frá 1776, en í þeim er kveðið svo á
að sýslumaður eigi að kveðja til liðs við sig 3 eða 4 af mætustu
mönnum hvers hrepps og ráðfæra sig við þá um vegabætur og
framkvæmdir í héraðinu, og ætti hver fullgildur karlmaður í hér-
aði að vinna eftir boðum þessara manna að viðlagðri sekt, ef ein-
^ver skyti sér undan skylduvinnunni.19
Þrátt fyrir þessi ákvæði hefur lítið verið unnið í vegabótum á ís-
andi ef trúa má frásögn Þjóðólfs frá 1854, en Þjóðólfur segir að
nöeins í Árnes- og Rangárvallasýslum hafi verið eitthvað markvert
§ert í vegaframkvæmdum.20 Þess vegna má ætla að sýslumenn
nafi ekki gengið hart fram í því að framkvæma þessi lög, því hart
var þá i ári, og bændur áttu fullt í fangi með að afla til heimilis, og
P°ldu illa að vera skyldaðir að vinna kauplaust dögum saman.
etta kemur best í ljós eftir að vegalögin 1861 tóku gildi og vinnan
Var boðin upp eða greidd í dagsverkum, en þá gekk mjög erfiðlega
að fá menn í vinnu, því að bændur áttu ekki heimangengt frá bú-
Um sínum vegna anna heima fyrir, þess vegna hafa aðeins hörð-
Ustu sýslumenn sinnt um að framkvæma þessi lög.
við framkvæmdirnar 1846 hefur Magnús sýslumaður haft til
hðsjónar 4. og 5. grein laganna frá 1776, en í 4. greininni segir að
Ve8i eigi að hlaða í mýrlendi með torfhnausum og grafa skurði frá
sv° að vatn komist í burtu, en í 5. greininni segir að yfir læki og ár
eigi að byggja trébrýr.21
Leiðin yfir hreppinn lá frá Ferjuhamri yfir mýrarsund að
rútsvatni og meðfram því að norðanverðu, fyrir neðan bæinn
smúla, yfir Ásengjar og að Rauðalæk þar sem hann beygir til
Suðurs í Andalæk. Eftir það lá vegurinn með Rauðalæknum, um