Saga - 1983, Page 145
ÞJÓÐLEIÐIR OG VEGAFRAMKVÆMDIR
143
^55, og komi fram í þeim umræðum er þar urðu um vegamál
ffam til 1861. Málið hófst með bænaskrá frá þingmanni Árnes-
sýslu 1855 um ný vegabótalög og lausn frá ákvæðum Jónsbókar
°g konungsbréfs frá 1776, en þar er á báðum stöðum ákveðið að
hver bóndi í sveit sé skyldur til undir umsjón hreppstjóra, að
*e8gja til menn eða sjálfan sig til að vinna að vegabótum í sveit
sinni á ári hverju. Aðstandendur bænaskrárinnar telja að þetta
fyrirkomulag hafi sýnt að engar verulegar endurbætur hafi fylgt í
kjölfar þessara reglna, heldur hafi það hins vegar verið vegabót-
Urn til trafala. í beinu framhaldi af þessu er þvi farið fram á að
skylduvinnu bænda við vegagerð verði hætt, en endurbætur á
Vegunum verði eftirleiðis gerðar af leigðum erfiðismönnum sem
Verði launað af almennum framlögum að gerðri niðurjöfnun.
Fimm manna þingnefnd mat þessa bænaskrá. Álit nefndarinn-
ar var það, að hún kvað sig sammála bænaskránni. Þeir töldu
skylduvinnu almennings ekki til þess fallna að útkoman yrði góð
fuiðað við þau störf sem launuð voru á þeim tima. Þeir álitu enn-
remur að svo lítið hafi verið um vinnukraft í sveitum, að hrepp-
stjórar hafi mátt hrósa happi yfir því að hafa fengið í vinnu ,,lið-
'tinn ungling eða stelpu," til vegabóta og tali það sínu máli um
afköstin. Þeir sögðu einnig að störf bænda einkum á vorin og
sumrin hafi verið svo mikil að ekki hafi verið hægt að sjá eftir
v'nnukrafti, og það á þeim tíma sem hentugastur hefði þótt til
Vegabóta, og þó að hreppstjórarnir hefðu ákveðið annan tíma, þá
er ekki þar með sagt að það hefði hentað öllum. Menn hafi ennfrem-
Ur burft að fara langan veg til vegagerðarstarfa, og sama krafa er
§erð til einyrkjans og þess sem hefur vinnukraftinn, svo að þarna
af> mönnum verið mismunað.
Nefndin lagði til endurskoðun á vegalöggjöfinni, og breytingu á
^ylduvinnu í fjárgreiðslu. Tillögur nefndarinnar voru í meginat-
r'ðum eftirfarandi:
Að skylduvinna bænda við vegabætur verði lögð niður.
2- Að vegabætur allar á íslandi liggi eftirleiðis undir umsjón
yfirvalda, og verði framkvæmdar af leigðum erfiðismönn-
um.
Að laun hinna leigðu erfiðismanna lúkist af einum og sér-
hverjum, er löglega á með sig sjálfur, án allrar undanþágu.