Saga - 1983, Page 146
144
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
4. Að upphæð þessara launa jafnist af yfirvaldinu niður á
gjaldendur eftir efnahag þeirra.24
Jón Guðmundsson þingmaður bar fram uppástungu til kon-
ungs um breytingu vegalaganna, og auk þess bar þingið fram
uppástungur samhljóða áðurnefndum 4 atriðum. Það er óþarfi að
ræða frekar um þessar 2 tillögur; þær eru í meginatriðum eins,
aðeins orðalagsbreytingar, en nefnd mat uppástungurnar og sauð
saman úr þeim eftirfarandi 4 tillögur:
1. Að skylduvinna bænda til vegabóta verði numin úr lögum-
2. Að öllum tilkostnaði til endurbóta þjóðveganna í hverju
amti verði jafnað niður af amtmanni eða amtsráði undan-
þágulaust á alla amtsbúa sem eiga löglega með sjálfa sig.
3. Hreppstjórnir og sýslustjórnir skuli ákveða hvernig skuli
vinna að endurbót þeirra vega sem hvorki teljist þjóðvegir
né alfaravegir, og einnig hvernig greiðslu fyrir vinnuna skuh
háttað.
4. Að yfirvaldið eigi rétt á að skera úr því, hverjir vegir séu
þjóðvegir og hverjir ekki, einnig hvar vegabót sé nauðsyn-
leg, hvort heldur er þjóðvegur eða eigi.25
Þetta voru aðalatriði í skrá til konungs og hann beðinn um að
semja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um almennar vega-
bætur. Hinn 15. mars 1861 komu svo vegabótalögin, og þau atriði
þeirra sem mestu máli skiptu voru eftirfarandi:
Vegum var skipt í þjóðvegi og aukavegi, og áttu hreppstjórar að
ákveða skiptinguna. 4. grein laganna var nokkuð umdeild, en þat
segir: ,,Að fengnum uppástungum hreppstjóranna skal sýslu-
maður á ári hverju innan loka janúarmánaðar senda amtmanm
nákvæma uppástungu um þau verk, er vinna skal hið næsta
sumar við þjóðvegi þá, er liggja um sýsluna; skal þeirri uppá'
stungu fylgja skýrsla um hvernig skuli haga verkinu og hvernig
það verði framkvæmt samkvæmt 5. grein laganna,“ en þar segú
að verk skuli ,,sett til uppboðs“ fyrir sem minnst fé. Ef ekki semst
um laun, skal sýslumaður semja um borgun „fyrir nákvæmlega
tiltekinn vegarpart" og leggja ennfremur fram „áætlun yf'r
kostnað þann, er hann hyggur að til þess þurfi; skal amtmaður
eftir þessu ákvœði ákveða, að hve miklu leyti og með hverjutV