Saga - 1983, Side 148
146
GUÐJÓN INGl HAUKSSON
kvæma skýrslu um hverja vegi skuli álíta sem þjóðvegi og
hverja aukavegi í hreppi Yðar, og verður það greinilegast á
þann hátt að skýra frá hvar þjóðvegurinn liggi yfir hreppinn
og lengd hans hér um bil, með stuttri skýrslu um ásigkomu-
lag þessa vegar, hvaða vegabætur helst muni þurfa þar að
gjöra, hvar og hvernig, nefnilega, hvort brýr, ruðninga
o.s.frv., svo og hvernig þar sé í grennd ástatt með efni til
vegabóta sem þurfi svo sem grjót, möl, stungu o.s.frv., svo
og álit um fyrir hvað minnst afla megi að hinar nauðsynlegu
vegabætur á veginum muni fást núna fyrir hæfilega borgun
samkvæmt fyrirmælum tilskipunarinnar, þar sem svo
stendur á, að betur færi að vegurinn væri lagður öðru vísi
en hann hingað til hefur legið, er nauðsynlegt að taka það
fram, og benda á það sem virðist að mæla með þeirri
breytingu á veginum bæði i tilliti til vegarins sjálfs og
vegagj örðarinnar.28
Þetta voru hlykkjótt fyrirmæli enda varð vegurinn ekki beinn.
Holtamenn mæltust til að þjóðvegur yrði lagður frá Þjórsárósi
við Sandhólaferju og þaðan niður að Steinslæk þar sem mætast
vegirnir frá lögferjunum á Þjórsá, svo austur eftir frá Steinslask
að Hrútsvatni fyrir sunnan Áshverfi, yfir engjarnar frá Ási og
Arnkötlustaðaland austur á Rauðalækjarbakka, eftir Rauðalækj-
arbökkum austur á móts við Efri-Rauðalæk, þá upp á Miðmunda-
holt, yfir á Fauskásholt og þaðan yfir svokallað Ægisíðusund,
yfir holtið fyrir norðan Ægisíðu og þaðan niður að vaðinu a
Rangá.29
En hvað var búið að vinna að vegamálum i HoltamannahrepP1
áður en vegalögin 1861 tóku gildi? Það kemur fram í skýrslum fra
því í janúar 1863, en i þeim má finna ýmislegt forvitnilegt. Það
sem hæst ber eru 2 ,,brýr,“ Ásbrúin sem liggur frá Hrútsvatni
austur í Rauðalæk 320 faðma löng mest gerð úr torfhnausum, og
Reiðholtsbrúin, sem liggur frá Reiðholti austur i svokallað Flat-
holt, en hún er um 335 faðma löng gerð mest úr torfhnausum-
Þessar framkvæmdir eru ótrúlegar þegar tillit er tekið til þess, hve
lítið hafði verið gert í vegamálum áður. Alls höfðu 5 torfbrýr og 1
grjótbryggja verið gerðar fram að þessum tíma samkvæmt skýrsl'
unni, en þær voru: