Saga - 1983, Síða 150
148
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
hann varð sýslumaður Rangæinga vorið 1861, og embættinu
gegndi hann til 1890. Eftir að hann hafði kynnst aðstæðum á ferð-
um sínum um sýsluna, stjórnaði hann markvísu starfi við vega-
gerð yfir foröð Holtanna.
Allar framkvæmdir kosta fé og Hermanníus taldi 1865 að allt
að 800 ríkisdali þyrfti til nauðsynlegustu vegabóta yfir Holta-
mannahrepp, ,,og það nægði þó ekki nema til þeirra brúa yfir
mestu foræðin." Fé til vegamála lá ekki á lausu, og torfærur voru
viðar en í Holtunum. Fjórðu gr. vegalaganna frá 1861 túlkuðu
amtmenn þannig að hægt væri að flytja fé milli sýslna til vega-
framkvæmda. Þannig gat innheimt vegabótafé i Rangárvallasýslu
farið til vegabóta í annarri sýslu, ef yfirvöldunum þótti nauðsynin
þar brýnni. í öðru lagi innheimtist vegabótagjald í hreppunum
misvel, svo að það eitt hrökk skammt til að ,,brúa” ófærurnar. I
þriðja lagi gekk illa að fá menn í vegabótavinnuna þó að um
ákvæðisvinnu væri yfirleitt að ræða, því að bændur og búalið
höfðu nóg að gera heima á þeim hörðu árum, sem hér voru fram
að aldamótum og mörg árin var lítið sem ekkert unnið. Her-
manníus afsakar athafnaleysi við vegagerð eitt árið með „megurð
á hrossum framan af vorinu og annríki almennings, þegar áleið
ásamt þá gangandi veikindum.”32
Flestir þeir vegir, sem lagðir voru um mýrarnar í Holtamanna-
hreppi á 19. öld, eru horfnir með öllu nema Ásbrúin, Reiðholts-og
Ferjubrúin; enn í dag eru þær greinilegar, en gleggst er þó Ásbrú-
in, sem liggur um þverar Ásengjar, og er hún slarkfær enn, svo vel
var hún gerð. Reiðholtsbrúin er miklu verr farin og horfin á köfl-
um, og sömu sögu er að segja af Ferjubrúnni. Flatholtsbrúin er
komin algerlega undir tún, og svo er einnig með Miðmundaholts-
brúna; hún hefur verið spænd í sundur við túngræðslu. Þjórsár-
bakkabrúin hefur horfið undir veg, svo að hún sést ekki lengur.
Ægisíðusundsbrúin var einnig notuð undir Suðurlandsveginn, en
veginum var breytt fyrir nokkrum árum og hann lagður vestar.
Allar þessar brýr voru gerðar úr torfi, með hlöðnum köntum og
möl og grjóti, en best þótti að hafa sand og grjótnámu nálægt
framkvæmdunum, en það þótti besta byggingarefnið. Um Arn-
kötlustaðabrúna og Ægisíðugilsbrúna er það að segja, að þær
voru trébrýr yfir vatnsmiklar keldur; hlaðnir voru stöplar úr torfi
og grjóti á bakkana báðum megin og tréhleri á bitum lagður yfíf
hafið á milli.Hleðslan sést enn mjög greinilega undan Arnkötlu-