Saga - 1983, Síða 152
150 GUÐJÓN INGI HAUKSSON
Framkvœmdir 1869 1870 1871 1872 1873 1874
Miðmundaholtsbrúin — 8,0 8,0 — 3,0 X
Ásbrúin — 44,0 36,0 — 8,0 X
Ægisiðubrúin — — 250,0 — — X
Flatholtsbrúin — — 330,0 72,0 — —
Reiðholtsbrúin — — 48,0 146,5 — X
Ferjubrúin — — 71,5 — — —
Borgargilsbrúin — — 2,0 1,5 3,0 —
Þjórsárbakkabrúin — — 1,0 — — —
Ægisiðugilsbrúin — — — 6,0 — X
Borgarkeldubrúin — — — — — X
Brattastígur — — — — — X
Samtals í ríkisdölum 0 52,0 746,5 226,0 14,0 300,5
Ein ferðalýsing er til um veginn um Holtamannahrepp
um árum, og var hún rituð af hinum heimsþekkta Englendingi
William Morris, er hann fór í fyrri ferð sína til íslands 1871. Lýs-
ingin hefst er ferjan er nýlent við Sandhólaferju:
Við hvíldum okkur og borðuðum nestið okkar undir
klettum austan við ána og riðum síðan upp að bæjarhúsun-
um í sandhólunum og síðan niður að eyðilegri tjörn með
rauðri strönd; riðum meðfram henni, og síðan eftir mýr-
lendi með upphleyptum vegi. Að lokum komum við að öðru
vatnsfalli; riðum upp eftir farveginum og yfir grunnt vatnið
að minnsta kosti 12 sinnum, þetta var Rauðalækur. Hann
féll djúpt á milli sléttra, grænna bakka, sem byrgðu fyrir
okkur bæði mýrarnar og fjöllin í fjarska.
Það var farið að halla degi, en ennþá var hlýtt og heið-
ríkt, og það var mjúkt og þægilegt niðri í litla Rauðalækjar-
dalnum milli grænna bakkanna; sumstaðar urðu hærri
sandbrekkur, og á tveimur þeirra voru snotrir bæir. Að lok-
um beygði dalurinn til norðurs, einmitt þar sem bakkarnir
enduðu í brattri, sléttri hæð, sem á stóð stór sveitabær með
mörgum burstum er bar við himin (Syðri-Rauðalækur). —
Á þessum stað snerum við þeint í austur og burt frá vatns-
fallinu, og nú hækkaði dálitið, og við riðum yfir sendið
graslendi, og héðan sáum við fjöllin aftur, sem við nálguð-
umst óðum, einkum Þríhyrning og hálsinn, sem tengir hann