Saga - 1983, Blaðsíða 164
STEINGRÍMUR JÓNSSON
Yfirlit um þróun bókasafna
á íslandi
I. Upphaf bókasafna
Eitt af því, sem greinir menn frá dýrum, er það, að menn geta
flutt þekkingu sín í milli. Og það hefur verið tíðkað frá aldaöðli-
Ekki einungis milli manna af sömu kynslóð heldur líka og engu
siður milli kynslóða. Það er eflaust langt síðan menn ráku sig á
það, að mannsminnið er brigðult, svo ekki sé meira sagt. Menn
hafa því brugðið á það ráð að binda fróðleik, sem ekki mátti rugl'
ast, í eitthvert fast form, til dæmis með rími eða stuðlun. Og ein-
hverjir hafa orðið til þess að krota einhver tákn í sand. Þar er lík-
lega að finna upphaf ritlistar. Auðvitað fundu menn fljótt, að
sandurinn varðveitti skráðan fróðleik ekki lengi, og þá leituðu
þeir á aðrar slóðir og hófu að klappa rúnir á stein. En steinar eru
ekki viðræðugóðir, ef menn hafa takmarkaðan tíma og liggur
margt á hjarta. Þess vegna hafa menn gert sér efni, sem gott var
að skrifa á, svo sem leirtöflur, vaxtöflur, papýrus, skinn og loks
pappír. Öll sú mikla saga verður ekki rakin hér.
Eftir að menn tóku að skrá fróðleik, þurfti einhvern stað til
þess að geyma hann á. Þar er að finna elstu bókasöfnin. Um þau
er svo gott sem ekkert vitað, því að heimildir eru næsta fáar, enda
eru liðin meira en 4000 ár, síðan þau voru. Og hinar fáu heimild'r
segja harla fátt. Þar má sem dæmi nefna 37 bókatitla, sem klapp'
aðir hafa verið í vegg í hofi einu frá timum Forn-Egypta, og leg'
stein á leiði feðga, sem sagðir eru bókaverðir.1
Þegar timar liðu, urðu bókasöfnin viðameiri, og frá því um 250
f.Kr. eru til heimildir um Kallimakkos, sem auk þess að vera
frægt grískt skáld, var bókavörður við bókasafnið mikla í Alex-
andríu, eitt mesta bókasafn fornaldar. Það, sem meira er og skap'
ar Kallimakkosi einstakan sess í bókasafnasögunni, er það, að
hann útbjó skrá yfir bókaeign safnsins.2