Saga - 1983, Síða 165
YFIRLIT UM ÞRÓUN BÓKASAFNA Á ÍSLANDI
163
Þá skal farið fljótt yfir sögu. Miðaldasöfnin voru i stórum
dráttum með liku sniði og áður hafði tíðkast. Ekki var greint sér-
siaklega milli bóka og skjala, enda hvort tveggja handritað. Alla-
J^fnan voru söfnin til húsa í klaustrum, og þar var bókagerðin
jafnframt stunduð.
. segja má, að á 18. öld verði sú breyting, sem síðan þróaðist
afram til bókasafna nútímans. Þar má til dæmis greina upphaf
^ntish Museum, þjóðbókasafns Bretlands,3 og undir lok aldar-
rnnar Library of Congress, þjóðbókasafns Bandaríkjanna.4 Þá
verða verulegar framfarir í bókasafnsfræðum, svo sem í skrán-
nrgu og flokkun bóka. Sú þróun heldur áfram á 19. öld, og skal
t*ar einungis nefnt Dewey-flokkunarkerfið, sem fyrst var gefið út
arið 1876,5 en það er nú á dögum mest notaða bókaflokkunar-
kerfið i heiminum, þegar um er að ræða bókasöfn með alhliða
bókakost.
Það, sem að baki þessarar þróunar býr, er framvinda prentlist-
arinnar. Sem kunnugt er, var það um 1440, sem Gutenberg hóf að
Prenta með lausaletri. Við það jókst bókaútgáfa í heiminum tals-
Vert, en þó setti það útgáfunni skorður um langa hríð, að prentun-
araðferð Gutenbergs var alfarið handvirk. Þegar hraðpressan var
fundin upp snemma á 19. öld og síðan setjaravélin síðar á öldinni,
varð veruleg aukning í bókaútgáfu. Þá er ekki einungis átt við
hefðbundnar bækur, heldur allt eins blöð, tímarit, skýrslur og
^krár, svo fátt eitt sé nefnt. Á 20. öldinni hefur þróun þessi haldið
afram og hraðinn aukist frekar en hitt. Og nú eru útgáfur ekki
aðeins prent á pappír, heldur ryðja örglærur (microfiche) sér
mJög rúms, svo ekki sé minnst á tölvuvæðingu í þessu sambandi,
Þar sem upplýsingar og heimildir af ýmsu tagi eru geymdar i tölv-
Um, en þær gera kleift að kalla fram á tölvuskjá það, sem menn
Vllja og vantar hverju sinni.
^egar útgáfan er orðin svo gífurlega umfangsmikil, þarf vart
skarpa sjón til þess að sjá, að einhver þarf að vera til þess að
henda reiður á öllum þessum ósköpum. Það hlutverk hefur fallið
hókasöfnunum í skaut.
II. Bækur og bókasöfn á íslandi að fornu
Hérlendis hafa verið til bækur frá upphafi landnáms og gott
hetur, því að bækur voru eitt af því, sem sagt er, að Papar hafi