Saga - 1983, Side 166
164
STEINGRÍMUR JÓNSSON
skilið eftir, þegar þeir fóru. Vaxtöflur eru nefndar í Þorgils sögu
skarða6 og í lok Sturlu þáttar7 í Sturlungu. Þá má og nefna, að 1
kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal fundust árið 1935
bókarspennsli eða krækja framan af bók og spjaldhorn, þegar
Eiður Kvaran mannfræðingur og félagar hans grófu í garðinn.
Eru það elstu bókaleifar, sem fundist hafa á íslandi, og eru reynd-
ar glataðar nú, því að Eiður mun hafa tekið menjar þessar með ser
suður til Greifswald í Þýskalandi, en þar dó hann árið 1939 og
hefur aldrei hafst upp á neinu, er hann lét eftir sig.8
Fremur fátt er vitað um bækur og bókaeign á íslandi fyrir siða-
skipti. Ljóst er þó, að kirkjur hafa átt eitthvert slangur af bókunu
Athugun á kirknamáldögum frá upphafi 14. aldar leiðir í ljós, að
kirkjur í Hólabiskupsdæmi áttu að meðaltali 9 bækur,9 og fáaf
kirkjur áttu yfir 20 bækur.10 í lok 14. aldar var bókaeignin að
meðaltali um 15 bækur, og um miðja 15. öld áttu kirkjurnat
nyrðra um 18 bækur að meðaltali.11 Er þess því vart að vænta, að
um bókasöfn hafi þar verið að ræða. Hins vegar er auðráðið af
ýmsum heimildum, að fyrir siðaskipti hafa verið allmikil
bókasöfn á biskupsstólunum og í ýmsum klaustranna.12
III. Fyrstu nútímabókasöfnin á íslandi
Upphaf nútímans í bókasafnsmálum íslendinga er að rekja til
loka 18. aldar. Þá blésu ferskir vindar upplýsingarstefnunnar her
um land. Er fyrst að nefna stofnun bókasafns og lestrarfélags a
Suðurlandi, sem Magnús Stephensen var aðalhvatamaður að-
Skyldi félagið taka yfir Gullbringu-, Kjósar-, Borgarfjarðar-, Ár-
nes- og Rangárvallasýslur. Skömmu síðar var stofnað hliðstæt1
félag á Norðurlandi fyrir tilstuðlan Stefáns amtmanns Thoraren-
sens, og náði félagið yfir Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyja'
fjarðarsýslur. Alþýða manna hafði lítil not þessara félaga, þv' a
inngangseyrir og árgjald var fátækri alþýðu ofviða, þótt allú
gætu í orði kveðnu gerst félagar, auk þess sem almenningur hefð'
engin not haft af lestrinum, þar sem bækurnar voru á dönskn-
Helst voru því félagsmenn úr hópi presta og annarra embættis
manna. Fleiri félög af svipuðu tagi voru stofnuð í upphafi 19- a'
ar, en urðu flest afar skammlif, eins og raunin varð um stóru og
víðfeðmu félögin fyrsttöldu.13
Þann 28. ágúst 1818 er Landsbókasafn íslands talið stofnn