Saga - 1983, Page 168
166
STEINGRÍMUR JÓNSSON
hafi ráðið úrslitum um stofnun Hins austfirska lestrarfélags. Pró-
fessor Möller gaf andlegu stéttinni á íslandi allmikið bókasafn eft-
ir sinn dag, sem skiptast skyldi milli prófastsdæma landsins. Enda
kemur á daginn, að það voru aðallega prestar, sem að stofnun
lestrarfélagsins stóðu.16
IV. Fyrstu almenningsbókasöfnin
Næst verður fyrir Framfarastofnunin í Flatey á Breiðafirði,
einn merkasti þátturinn í menningarsögu 19. aldar á íslandi. Það
var árið 1833, að Ólafur Sivertsen, sóknarprestur í Flatey, og Jó-
hanna, kona hans, gjörðu kunnugt, að þau hefðu hugfest sér það
ráð á brúðkaupsdegi sinum 1820 að fá á stofn sett eitt legatum af
bókum og peningum til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnaði í
Flateyjarhrepp, eins og segir í stofnbréfinu.
Bókasafnið tók til starfa árið 1836, og var því í upphafi komið
fyrir á kirkjuloftinu í Flatey. Þegar það fór saman, að safnið
stækkaði og kirkjan varð hrörleg og úr sér gengin, var ráðist í það
árið 1864 að reisa sérstaka bókhlöðu fyrir safnið. Átti Framfara-
stofnunin sjálf fé, sem nam um þriðjungi byggingarkostnaðar, ea
afganginn lagði Brynjólfur Benedictsen fram ýmist sem gjöf eða
lán, og var lánið reyndar aldrei endurgreitt. Bókhlaðan í Flatey er
fyrsta bygging á íslandi, sem reist var gagngert yfir bókasafn-
Húsið stendur enn og er um þessar mundir unnið að því að koma
því í upprunalegt horf, því að það hafði verið múrhúðað og var
farið að skemmast. Hefur Þjóðhátíðarsjóður veitt fjárstyrk til
endurbyggingarinnar.
Ljóst er, að bókasafnið í Flatey var almenningsbókasafn, sem
svo er nefnt, hið fyrsta á íslandi. Til marks um það er hugmynó
sr. Ólafs um tungumálakennslu til handa sóknarbörnum sínum,
en honum var ljóst, hve mjög það dró úr notagildi safnsins, að al-
menningur gat ekki lesið bækur á erlendum málum. Ekkert varð
þó af tungumálakennslunni. Annað atriði til marks um notenda-
hópinn er það, að ekkert sóknarbarn sr. Ólafs skyldi greiða bóka-
gjald vegna safnnotkunar. Hitt liggur að sjálfsögðu líka ljóst
fyrir, að bókasafnið í Flatey var stofnað að tilstuðlan prests, og
helstu styrktarmenn safnsins voru úr hópi kaupmanna
presta.17
Það var aftur á móti á áhrifasvæði Framfarastofnunarinnar i