Saga - 1983, Síða 170
168
STEINGRÍMUR JÓNSSON
Blöndu og Svartá, illfærar á tíðum. Fundir voru venjulega haldnir
í byrjun vetrar eða snemma vors, og dagar því stuttir, og munu þa
sumir hafa farið í myrkri að heiman og síðan paufast aftur heim i
myrkri, en einstaka orðið að vera tvo daga í ferðinni.19
V. Fyrstu sérfrœði- eða stofnanabókasöfnin
Um miðbik 19. aldar má greina upphaf hinna svokölluðu sér-
fræðibókasafna eða stofnanabókasafna. Einkenni þeirra er fyrst
og fremst sérhæfður bókakostur, sem ætlaður er til að sinna ein-
hverjum ákveðnum þörfum tiltekinnar stofnunar.
Það var þann 6. júlí 1847, sem sá ágæti alþingismaður ísfirð-
inga, Jón Sigurðsson, lagði fram á Alþingi bænarskrá til konungs
um bókasafn handa Alþingi.20 Voru þeir kammerráð Melsteð,
Jón Sigurðsson og assessor Johnsen kosnir í nefnd til að íhuga
málið, og skiluðu þeir nefndaráliti sínu þann 19. júlí. Lagð'
nefndin það einróma til, að Alþingi sendi konungi bænarskrá um.
að stofnsetja mætti og síðan auka bókasafn af þess konar bókum.
útlendum og innlendum, sem þinginu væru nauðsynlegastar. La
var þess og beiðst, að til stofnsetningar bókasafnsins yrði varið 3
rbd. og síðan 100 rbd. til viðhalds og aukningar, og að a^ur sa
kostnaður greiddist sem annar þingkostnaður.21 Samþykkti
þingi í einu hljóði á næsta fundi, er haldinn var 21. júlí, að sen
konungi bænarskrána.22 .
Hér skal aðeins minnt á bókasafn Prestaskólans, sem stofna
var 1847, þegar Prestaskólinn hófst. Fékk safnið afhent 450 bin
af gömlum guðfræðibókum Latínuskólans, og einnig gaf ^aU^,
mannahafnarháskóli og Konunglega bókhlaðan í Kaupmann
höfn 200 bindi af góðum, nýjum guðfræðibókum. Var þess vegna
þegar kominn allálitlegur stofn að bókasafni.23 Bókasafn Presta
skólans varð að bókasafni Guðfræðideildar, þegar Hásko’
íslands var stofnaður árið 1911. Og þegar Háskólinn flutti u
Alþingishúsinu í nýbyggingu sína árið 1940, rann bókasa
Guðfræðideildar inn i Háskólabókasafn, sem tók formlega u
starfa 1. nóvember 1940.24
VI. ,,Með frelsisskrá úr föðurhendi“
Segja má, að á árunum um 1880 sé flest á hverfanda hveli á L
landi. Nýfengin stjórnarskrá og fjárveitingarvald til handa