Saga - 1983, Side 172
170
STEINGRÍMUR JÓNSSON
söfnin. Bókasafn Vesturamtsins hafði verið sett á stofn árið 1847 í
Stykkishólmi.27 Eru áhrif Framfarastofnunarinnar í Flatey greini-
leg. Árið 1888 vakti Þjóðviljinn, blað Skúla Thoroddsens á ísa-
firði, máls á því, að flytja bæri bókasafn Vesturamtsins frá
Stykkishólmi til ísafjarðar, sem teldist höfuðstaður Vestfirðinga-
fjórðungs. Auk þess væri ísafjörður annar stærsti bær á íslandi.
Af flutningi amtsbókasafnsins varð þó ekki, en hins vegar leiddi
þetta til þess, að Iðnaðarmannafélagið á ísafirði hófst handa um
það snemma árs 1889, að efnt yrði til almenns bókasafns í bæn-
um. Tók safnið til starfa næsta haust og hófust útlán þann 6. nóv-
ember 1889.28
Það, sem bjó á bak við hugmyndina um flutning amtsbóka-
safnsins í Stykkishólmi til ísafjarðar, var það, að árið 1886 var
prentsmiðjurekstur á íslandi gefinn frjáls, þó með vissum skilyrð-
um. Eitt skilyrðanna var það, að prentsmiðjur skyldu afhenda
endurgjaldslaust ákveðinn fjölda eintaka alls þess, sem prentað
var, svokölluð skylduskil til bókasafna, og meðal þeirra safna,
sem skylduskilaeintök hlutu, voru amtsbókasöfnin í Stykkishólmi
og á Akureyri.29
Bókasafn Austuramtsins var stofnað á Seyðisfirði árið 1893, en
um það leyti var mikil uppgangssemi þar eystra. Árið 1907 var
Seyðisfjarðarsafninu bætt í hóp þeirra safna, sem hlutu skyldu-
skilaeintök frá prentsmiðjum. Þá var og reynt enn á ný að fa
bókasafn Vesturamtsins flutt til ísafjarðar, en af því varð ekki-
Hins vegar var bókasafnið á ísafirði tekið í hóp skylduskilasafn-
anna árið 1909.30
Lögin um frjálsan prentsmiðjurekstur með skilyrðinu um
skylduskil til bókasafna árið 1886 urðu þess og valdandi, að þa
hóf Landsbókasafn íslands að gefa út Ritaukaskrá safnsins, Þar
sem skráðar voru þær bækur og blöð, sem bæst höfðu við í safn-
ið. Kom Ritaukaskráin út til 1943, oftast árlega. Árin 1944 til
1974 var safnauki Landsbókasafnsins skráður í Árbók safnsins,
en síðan 1975 hefur safnið gefið árlega út íslenzka bókaskrá.
VII. Á morgni nýrrar aldar
Um aldamótin síðustu hóf Jón Ólafsson, ritstjóri og alþinglS'
maður, að búa til spjaldskrá yfir bækur Landsbókasafnsins,
Jón hafði kynnst bókasöfnum vestanhafs og ýmsu því, sem vlð