Saga - 1983, Page 176
174
STEINGRÍMUR JÓNSSON
september 1906 á ártíðardegi Snorra Sturlusonar, en húsið síðan
vígt þann 28. mars 1909.36 Þegar byggingartími Safnahússins er
borinn saman við byggingartíma Þjóðarbókhlöðunnar, sem i
smíðum er, má öllum ljóst vera, hversu mikið afrek heimastjórn-
armanna var.
VIII. Að fengnu fullveldi
Verður nú gripið niður árið 1920. Þá skrifar Arnór Sigurjóns-
son stórmerka grein í tímaritið Rétt, sem nefnist Skipulag ís~
lenskra bókasafna.37 Þar vekur hann máls á ýmsu því, sem nú-
tímalegt mundi þykja nú rúmum sextíu árum síðar. Þar má til
dæmis nefna hlutverk bókasafna í símenntun manna, sameiningu
stóru fræðibókasafnanna í Reykjavík, sem þá voru reyndar
Landsbókasafn og íþaka Menntaskólans, og heildarkerfi um
bókasöfn með bókasafnaráðunaut í Reykjavík. Arnór var staddur
í Askov á Jótlandi, þegar hann ritaði greinina, og eru erlendu
áhrifin öllum augljós.
Arnór komst og á snoðir um bókavarðaskóla í Danmörku.
Skrifaði hann vini sínum, Sigurgeir Friðrikssyni, bónda í Skógar-
seli í Suður-Þingeyjarsýslu, og hvatti hann til að nema við skólann
með það fyrir augum að gerast síðan bókavörður á íslandi. A
þetta ráð brá Sigurgeir, og varð þar með fyrsti íslendingurinn til
að nema bókasafnsfræði.38
Um þetta leyti var ekkert almenningsbókasafn í Reykjavík-
Lestrarfélag hafði verið stofnað í Reykjavík árið 1869 og starfaði
það alllengi, og árið 1901 var stofnað Alþýðulestrarfélag Reykj3'
víkur.39 Upp úr 1920 gekkst Páll Eggert Ólason fyrir því, a°
stofnað var Alþýðubókasafn Reykjavíkur. Var Sigurgeir Friðriks-
son ráðinn bókavörður þann 1. febrúar 1923, og tók safnið til
starfa um vorið.40 Árið 1936 var nafni safnsins breytt í Bæjat'
bókasafn Reykjavíkur og árið 1963 í Borgarbókasafn Reykjavík'
ur.41 Sigurgeir var bókavörður við safnið til dauðadags 1942, ei
undan er skilið leyfi, sem hann fékk frá störfum á árunuiu
1926—1927 til að fara til Bandaríkjanna og kynna sér bókasafnS'
mál þar.42
Af öðrum merkum áföngum í bókasafnasögunni á 3. áratugU'
um skal nefnt það stóra skref, sem stigið var, þegar Davíð Steí'
ánsson frá Fagraskógi var ráðinn amtsbókavörður á Akureyrl
með tilstyrk ríkissjóðs árið 1925 og Guðmundur G. Hagalíu a