Saga - 1983, Síða 178
176
STEINGRÍMUR JÓNSSON
safnið er Bókasafn vitavarða. Vitamálastjóri kannaði, hvort unnt
væri að nýta Bókasafn verkamanna í þágu vitavarða að vetrar-
lagi, þegar vegagerð lá niðri. í ljós kom, að vegavinnuflokkar
hættu svo seint á haustin, að siðasta ferð vitaskipsins með vistir til
vitavarðanna hafði þá þegar verið farin. Það reyndist því útilokað
að nota sama bókasafnið fyrir þessa tvo hópa.47 Því var það, að
vitamálastjóri fékk á fjárlögum fyrir árið 1929 2000 kr. til að
stofna bókasöfn fyrir vitaverðina, eins og það er orðað í Stjórnar-
tíðindum.48
En það voru ekki vegavinnumenn og vitaverðir einir, sem fengu
sérstök bókasöfn við sitt hæfi um þessar mundir, því Alþingi sam-
þykkti í mars 1931 lög um bókasöfn prestakalla. Var þar veitt
heimild til að stofna slík söfn og til þess ætlast, að einkum yrðu
keyptar bækur guðfræðilegs og heimspekilegs efnis, svo og al-
mennar fræðibækur og úrvalsskáldrit. Prestum var gert skylt að
lána sóknarbörnum bækur úr bókasafni prestakalls síns, sér að
bagalausu. Samkvæmt lögunum var sérstök bókakaupanefnd sett
á fót til að annast um framkvæmd málsins, en 3á hlutar kostnaðar
við bókakaupin skyldu greiðast úr ríkissjóði.49
Þegar líða tekur á 4. áratuginn, verður fyrst vart við þá stefnu i
málefnum almenningsbókasafna, sem síðar varð allsráðandi. Er
hér átt við svonefnd héraðsbókasöfn.50 Það var á héraðsþing1
Héraðssambandsins Skarphéðins árið 1934, að Pétur Gíslason a
Eyrarbakka lagði til að komið yrði á fót bókasafni fyrir sam'
bandssvæðið, og skyldu þar einkum vera bækur, sem ekki væru
til í hinum almennu bókasöfnum, eins og það er orðað. Tillögunn'
var vel tekið og milliþinganefnd skipuð í málið. Skilaði nefndin a
sér störfum árið 1935, og samþykkti héraðsþing Héraðssam-
bandsins þá að fela stjórn sambandsins að vinna nie
kennarafélögunum í Árnes- og Rangárvallasýslu að undirbúning1
héraðsbókasafns, sem starfrækt yrði í héraðinu. Næstu árin vat
unnið að stofnun Héraðsbókasafns Suðurlands, og á héraðsþing1
Héraðssambandsins 1939 var ályktað að hefja bókakaup til safns
ins, þegar fjárveiting Alþingis væri fengin. Þá var jafnfratn
ályktað, að starfræksla skyldi undirbúin og útlán hafin á koman 1
hausti. Alþingi 1939 samþykkti fjárveitingu til safnsins, og 111
sama gerðu stærstu samvinnufélögin á sambandssvæðinu
sýslunefnd Árnessýslu. Var ákveðið, að bókasafnið skyldi ha
aðsetur á Selfossi, og hófst starfsemin árið 1939 í húsi Björns Sig