Saga - 1983, Page 182
180
STEINGRÍMUR JÓNSSON
febrúar 1957 fékkst bókasafnsfræðikennslan staðfest með bréfí
Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra, og telur Björn bréf það
marka upphaf hinnar reglubundnu bókasafnsfræðikennslu við
Háskólann.65
Á tímabilinu 1957—1976 luku alls 148 stúdentar einu stigi eða
fleirum í bókasafnsfræði við Háskóla íslands. Á fyrri hluta þessa
tímabils, árunum 1957—1966, voru karlar rúmlega fimm sinnum
fleiri en konur, en á árunum 1967—1976 snerist hlutfallið við og
voru konur þá nærfellt þrefalt fleiri en karlar. Þriðja stigs próf
komu ekki til sögunnar fyrr en 1967, með einni undantekningu
þó, og voru það alls 40 stúdentar, sem lokið höfðu þrem stigum í
bókasafnsfræði árið 1976. í þeim hópi voru konur meira en þre-
falt fleiri en karlar.66
Haustið 1976 tók Félagsvísindadeild til starfa við Háskólann,
og fluttist bókasafnsfræðin þá þangað. Var hinni nýju deild jafn-
framt falið að ráðstafa til frambúðar tveim lektorsstöðum í bóka-
safnsfræði, sem heimild hafði fengist fyrir.67
Nokkrir íslendingar hafa numið bókasafnsfræði við erlenda
skóla, og er þar oftast um að ræða framhaldsnám, sem ýmist er
tekið í framhaldi af bókasafnsfræðinámi hérlendis eða bókasafns-
fræði er tekin sem framhaldsnám ofan á háskólagráðu í öðrum
greinum en bókasafnsfræði.68
XI. Lokaorð
Hér hefur verið rakin í stórum dráttum þróun bókasafnsmála a
íslandi. Hefur víða verið seilst fanga, svo sem tilvitnanaskrá ber
með sér. Hvergi hefur verið farið djúpt í efnið heldur má segja, að
yfirborðinu hafi verið fylgt og á köflum aðeins staðnæmst n
hæstu öldutoppunum. í því sambandi verður að hafa það í hugn>
að samfellt yfirlitsrit um sögu bókasafna hérlendis er ekki til,
mun ágrip þetta vera hið ýtarlegasta í þeim efnum.
Ýmislegt hefur þó verið gert af því að skrá sögu einstakra bóka-
safna, en mjög er það misjafnt, bæði að efnum og gæðum. Skal
hér aðeins nefnt mesta verkið af því tagi, sem er afmælisritið um
Landsbókasafn íslands 1818—1918, sem Jón Jacobson lands-
bókavörður tók saman.
Hitt dylst engum, að brýnt er að safna til sögu bókasafna á ls'
landi, og það er alveg vist, að betra er að byrja á því fyrr en
seinna.