Saga - 1983, Page 188
186
GUSTAV STORM
reyndar telja hámark hátíðahaldanna, en sjálf hátíðin á Þingvöll-
um stóð í þrjá daga; bar hún svip af sameiginlegri hátíð allra Is-
lendinga. En íslendingar höfðu gert ráð fyrir því að í júlí og byrj-
un ágúst færu fram hátíðahöld víðs vegar um landið með hæfilega
löngum hléum, svo að fulltrúum annars staðar að væri unnt að
sækja þau öll, eða a.m.k. flest; átti þá hátíðahöldum að ljúka
með Þingvallafundi.
Hátíðahöld hófust á Norðurlandi. 2. júlí, á setningardegi hins
forna Alþingis, var hátíð haldin að Þingeyrum fyrir Húnvetninga.
að Reynistað fyrir Skagfirðinga og á Oddeyri fyrir Eyfirðinga-
Hátíðin á Þingeyrum fór fram í nýsmíðaðri, enn óvígðri kirkju og
þar var veizlan haldin. Reynistaðarhátíð sótti landshöfðinginn,
Hilmar Finsen, umboðsmaður konungs, en hann var á yfirreið uni
Norðurland um þetta leyti. Aðalhátiðin á Austurlandi var haldin 1
hinum nafnfræga skógi að Hallormsstað, (sem höfundur kveður
raunar eina skóg landsins); sótti þangað fólk hvaðanæva af Aust-
urlandi. Á öllum fundum voru ræður fluttar og söngvar sungnir,
en ekkert af því hefur verið gefið út á prenti, að því er ég bezt veit;
— það, sem ég sá, bar vott um konunghollustu, en virtist annars
ekki merkilegt.
Hátíðahöldin í Reykjavík og á Þingvöllum báru vott um virðu-
legri blæ, enda var konungur þar viðstaddur, nýja stjórnarskráin
tók gildi 1. ágúst, hinn almenni bænadagur var 2. ágúst, — svo og
vegna mannfjöldans hvaðanæva, þ.á m. útlendinga. Konungnt
kom til Reykjavíkur 30. júli með korvettunni ,,Jylland,“ þeirn
sem tók þátt í orrustunni við Helgoland — og við leiðsögn kadett-
korvettunnar ,,Heimdal.“ Nokkrum dögum áður hafði kofflið
þangað sænsk flotadeild, korvetturnar „Norrköping” og „Nord-
stjernen,“ svo og þýzka freigátan „Niobe.“ Einnig lágu þar a
höfninni tvö frönsk herskip „Beaumanoir“ og „Indre,“ sem Þa
um sumarið höfðu verið við strendur íslands til gæzlu hagsifflffla
franskra fiskimanna, svo og danska korvettan „Fylla“ vegna
hagsmuna íslenzkra sjómanna. Má þannig ljóst vera, að tignarlegt
var um að litast á Reykjavíkurhöfn sem annars er ekki öruggi
skipalægi, enda fyrir opnu hafi og sækja þangað yfirleitt ekki
önnur skip en fiskiduggar og lítil seglskip. Hátíðahöldin í Reykja'
vík fóru fram sunnudaginn 2. ágúst. Árdegis voru fluttar þriar
messur, kl. 9, kl. 10.30 og kl. 12. Sú í miðið var hin eiginlega aðal'
messa, en þá predikaði biskup íslands, dr. Pétur Péturssom