Saga - 1983, Page 189
ÞJÓÐHÁTÍÐ ÍSLENDINGA 1874
187
^irkja bæjarins, — reyndar eina steinkirkja landsins, — er ekki
^ögur smíð, en þó vegleg miðað við íslenzkar aðstæður, rúmar um
7 800 manns. Hún var hátíðlega skreytt blómsveigum. Þar sem
flóra íslands er mjög fáskrúðug — undir berum himni þrífast
varla nokkur blóm — var auðsætt, að kvenþjóð bæjarins hafði
fórnað miklu af skarti heimilanna. Guðsþjónustan fór fram á is-
Jenzku, enda þótt vísast hafi meiri hluti kirkjugesta verið útlend-
lr*gar, sem fæstir skildu orð ræðumanns. En íslendingum er mjög
annt um tungu sína og hefðu ekki sætt sig við að aðalhátíðin í höf-
nðstað landsins, guðsþjónusta, færi fram á erlendri tungu.
Að texta guðsþjónustunnar voru valin sömu versin úr 100.
sálmi Davíðs, sem viðhöfð voru við þúsund ára hátíð Norðmanna
1872. í tilefni hátíðar höfðu verið samdir nokkrir sálmar, sumir
eftir Helga Hálfdanarson, sungnir fyrir predikun, en eftir predik-
Un var sunginn lofsöngur í minningu ,,íslands þúsund ára“ eftir
Sera Matthias Jochumsson, við lag hins unga íslenzka tónskálds í
Edinborg, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, organleikara við norsku
sJomannakirkjuna í Leith. Væntanlega hafa aldrei áður sézt jafn
margir glæsilegir einkennisbúningar í Reykjavikurkirkju. Kon-
ungur Danmerkur og föruneyti hans tóku upp hluta af kórnum
andspænis predikunarstóli, foringjar erlendra herskipa aðra hluta
^orsins, en á fremstu bekkjum sátu erlendir gestir, þ.á m. norsku
nlltrúarnir. Annars staðar á bekkjum kirkjugólfs sátu fyrirmenn
. æJarins, og konur þeirra. Þær báru flestar íslenzka hátíðarbún-
jnginn, hið fagra hvíta skaut, með gylltri ennisspöng, og gull-
lsaumuðum mittislinda. Eftir guðsþjónustu veitti konungur
aheyrn þeim, sem til þess voru kvaddir og átti að hlotnast riddara-
r°ss. Skipherrar erlendra herskipa fengu að sjálfsögðu sinn
*uta, hver í samræmi við metorð sín og ekki var íslenzkum emb-
a^ttismönnum gleymt. Kl. 4 átti konungsveizlan að hefjast.
J^úm er að sjálfsögðu takmarkað i smáhýsum Reykjavíkur og
°fðu menn því brugðið á það ráð að búa konungi vist í bústað
andshöfðingja meðan hann dveldist á íslandi, „hvíta húsinu,“
Sem svo var nefnt í spaugi, en það er allstórt einnar hæðar hús í
n°rðurhluta bæjarins. En veizlur hélt konungur í skólahúsinu,
Sem er stærsta byggingin í Reykjavík og jafnframt samkomustað-
m Alþingjs Alþingissalurinn varð nú samkomusalur og svefnloft-
^ innga búið sem borðsalur. Konungur hafði flutt með sér frá
anmörku borðbúnað, vistir, vín og þjónalið. Stóð þannig sjálfur