Saga - 1983, Side 190
188
GUSTAV STORM
straum af kostnaði sínum allan tímann. Um 150 manns var boðið
í veizluna. Undir borðum skálaði konungur fyrir minni íslands og
lét þá í ljós óskir um, að hin nýja stjórnarskrá, sem hann færði
þjóðinni og þá hafði nýlega tekið gildi, mætti efla og örva hvers
konar framfarir í landinu.
Skálaræðu þessari svaraði danski dómsmálaráðherrann, Klein,
sem þá nýlega hafði verið skipaður ráðherra íslandsmála, þakkaði
fyrir stjórnarskrána ,,fyrir íslands hönd,“ lagði jafnframt áherzlu
á að allt hið jákvæða í henni bæri að þakka vinarþeli konungs í
garð landsins, en tók annars á sig ábyrgð á því, sem miður kynni
að hafa til tekizt. Landshöfðingi flutti síðan vingjarnlega ræðu
fyrir minni drottningar, en konungur þakkaði. Þá kvaddi sér
hljóðs úr hópi gesta Tryggvi Gunnarsson, einn helzti bændahöfð-
ingi Norðurlands, og mælti fyrir minni Valdimars prins á ís-
lenzku, en prinsinn var meðal hátíðargesta. Konungur svaraði að
bragði og þakkaði skálaræðuna, notaði um leið tækifærið og
harmaði það, að hann væri ekki mæltur á íslenzka tungu, hét þvi
jafnframt að leggja fyrir son sinn ríkisarfann að læra íslenzku,
svo og börn hans. Allir nærstaddir íslendingar tóku þessu fyrir-
heiti konungs af óskiptri hrifni.
Að veizlu lokinni héldu allir veizlugestir til þjóðhátíðar Reyk-
víkinga, sem fram skyldi fara á hæð einni í nágrenni bæjarins,
Öskjuhlíð. En eindrægni yfirvalda og bæjarstjórnar Reykjavíkur
er þvílík, að konungsveizlu og bæjarhátíð var ákvarðaður sami
tími, kl. 4 síðdegis, en þá komu fulltrúar saman á torgi bæjarins,
Austurvelli, og gengu í veglegri skrúðgöngu suður að hátíðar-
svæðinu; hafði þá grjóti verið rutt af Öskjuhlíð og varð þar af-
bragðs hátíðarsvið, en því miður brast á snarpur norðanvindur
síðdegis, sem olli ónotum vegna kulda og rykmökks; ekki kom
þetta þó í veg fyrir hátíðahöldin. En með því að konungur ásamt
föruneyti og boðsgestir hans, þ. á m. ýmsir af ræðumönnum
veizlunnar, gátu ekki komið á hátíðarsvæðið fyrr en að áliðnum
degi, reyndist nokkur tregða á fyrri hluta hátíðarinnar, en það var
að sjálfsögðu einnig veðrinu að kenna.
Halldór yfirkennari Friðriksson flutti aðalhátíðarræðu dagsins>
en hann er einn af forystumönnum frelsisflokks íslendinga. Þegar
konungur var kominn á vettvang talaði Árni Thorsteinsson bsej'
arfógeti fyrir minni konungs, sem svaraði nokkrum orðum, en
síðan var sunginn konungssöngur eftir Matthías Jochumsson, sem