Saga - 1983, Page 193
ÞJÓÐHÁTÍÐ ÍSLENDINGA 1874
191
Miðnættið glóir með gullskýja bönd,
glymur af himneskum söngum.
Tveir kveða svanir við rósfagra rönd
raddhljóðum sætum og löngum;
hljómar um æginn, ómar um strönd
út með dröngum.
Svanirnir liðu frá ljósanna geim,
ljóðandi morgunsins bíða,
annar um minningu, hetjulífs heim,
hinn um vonina blíða;
hlustum í leiðslu, ljúfan ber hreim
upp til hlíða.
Þrjóta með sólhvörfum þúshundruð ár,
þagna nú svanir, er gólu.
Ljósguð, sem faðmar baldurs brár,
brosir við titrandi fjólu:
Lyft vorri þjóðsál þúshundruð ár,
upp mót sólu!
Konungur hélt þegar 3. ágúst til Þingvalla og Geysis samkvæmt
áaetlun. Borgarar og bændur höfðu af rausn lagt til um 150 hesta.
^n ekki var föruneyti konungs mjög fjölmennt, enda þarf hver
utaður að hafa tvo til reiðar á venjulegu ferðalagi og allur farang-
Ur er fluttur á hestum. — Af útlendingum voru boðnir franskur
skipherra og sænski aðmírállinn, en ekki skipherra á ,,Nord-
stjernen.“ — Gist var á Þingvöllum, sumir í tjöldum, aðrir í kirkj-
Unr>i. Kirkjur eru að íslenzkum sið, sem stafar af landlægum
skorti á byggingaefni, víða notaðar sem gististaðir þreyttra ferða-
manna.
^aginn eftir, þriðjudag, var komið að Geysi og tjöld reist, en
onungur dvaldist þar fram á fimmtudagsmorgun. Geysir,
ye-a.s. hinn eiginlegi stóri Geysir, hefur undanfarið verið ærið
uttlungafullur, gýs aðeins með löngum, óvissum hléum og venju-
eSa á næturþeli. Ekki reyndist hann rausnarlegri Danakonungi en
°ðrum ferðamönnum, sem áður höfðu numið þar staðar. Annars
eru á Geysissvæðinu ýmis önnur áhugaverð fyrirbæri. Þar skarta
a'm-k. 50—60 aðrar heitar uppsprettur, þ.á m. einn minni Geysir