Saga - 1983, Síða 195
ÞJÓÐHÁTÍÐ ÍSLENDINGA 1874
193
fornöld, innan og utan lögréttu. Annan fundardaginn var fjallað
um innlend málefni, m.a. hina alkunnu áætlun um að útvega eim-
skip til strandferða við ísland, en fjár skyldi aflað með frjálsum
samskotum til minningar um þúsund ára tilvist íslendinga.
Þar sem ákveðið var að hin eiginlega þjóðhátíð hæfist kl. 5
siðdegis á fimmtudag, varð að fresta því, sem eftir var af umræð-
Ulu, þangað til síðdegis á föstudag og til laugardags. En miðviku-
^aginn og árdegis á fimmtudag hafði líf og fjör færzt yfir vellina,
sem nú höfðu mjög breytt um svip. Um vellina, þar sem annars
Vegar gnæfir þverhnípt hraunsprungan Almannagjá, streymir
^xará, en sunnar verður smám saman lægri hraunkambur, Lög-
berg, sem við venjulegar aðstæður er næsta eyðilegur grasreitur.
Nú höfðu auk fundatjalds verið reist um eitt hundrað tjöld stór og
smá víðs vegar, ætluð einstökum fjölskyldum og stærri hópum,
l-d. Reykvíkingatjald, Borgfirðingatjald, Rangæingatjald. Ekki
voru þessi hýbýli alls kostar hentug til næturdvalar vegna veður-
fars, — um þau mun hafa gustað talsvert. Betur hefðu verið við
hmfi fornar grjótbúðir alþingis, tjaldaðar vaðmáli. — Þá bar það
°g til tíðinda, að við hlið dannebrogs blakti hið nýja tákn íslands,
fálki á bláum grunni, sem allir íslendingar vona, að brátt muni
ryðja úr vegi harðfiskinum, sem Danakonungur tók á 17. öld upp
1 skjaldarmerki sitt sem tákn íslands.
Undir brekkunni gegnt Almannagjá var komið fyrir ræðustól
skreyttum norrænum og erlendum fánum. — Þar flutti Jón á
yautlöndum mannfjöldanum hátíðarræðuna. — Síðan var
a^veðið að flutt yrðu ávörp Norðmanna og sænska stúdenta-
avarpið, en fulltrúar þeirra voru viðstaddir hátíðahöldin; önnur
avörp skyldu flytja menn úr föruneyti konungs. Ávarp norsku
studentanna flutti Kildal kandídat, síðan var Kristófer Janson
Veút orðið og flutti hann á landsmáli ávörp frá norska samlaginu í
Áristíaníu og ,,Vestmannalaget“ í Björgvin, svo og ávarp út-
rasnda. Á eftir honum kom fram sér Þorvaldur Bjarnarson og
, tti vingjarnlega og snjalla ræðu fyrir minni Noregs. Kvað hann
siðari tíma sögu Noregs eftirbreytni verða löndum sínum, svo og
°rðmönnum sjálfum, sem nú sýndu að þeir hefðu ekki gleymt
r®ðrum sínum á íslandi. Oft var gripið fram í ræðu hans með
r°PUm viðurkenninga, sem báru vott um djúpa samkennd með
°rðum hans. — Sænski stúdentinn Arpi flutti ávarp sænskra stú-
enta, en síðan tilkynnti fundarstjóri, að þessu ávarpi yrði svarað
13