Saga - 1983, Síða 196
194
GUSTAV STORM
daginn eftir. Það varð sem sé að gera hlé á hátíðahöldum, þar
sem boðuð var návist konungs, enda var nú búizt til að taka á
móti honum, og mannfjöldinn tók sér stöðu beggja vegna vegar,
þar sem gengið er inn á vellina. Saman var komið a.m.k. rúmlega
eitt þúsund manns, e.t.v. 1400—1500, og sómdi sér því í alla staði
prýðilega þessi liðskönnun. Við komu konungs gekk fram Hall-
dór yfirkennari Friðriksson og fagnaði návist hans fyrir hönd
íslenzku þjóðarinnar á hinum virðulega þingstað, en mannfjöld-
inn tók undir með fagnaðarópum. Konungur þakkaði hrærður,
en kvenþjóðin stráði blómum á leið hans; að því loknu hélt hann
inn á vellina áleiðis til kirkjunnar, en þar hafði konungstjaldið
verið reist.
Um kvöldið ríkti kátína og fjör í öllum tjaldbúðum, dansað
var, sungið og ræður fluttar á völlunum langt fram á kvöld. Það
var ekki fyrr en um miðnætti að kyrrð færðist yfir og allir, sem at-
hvarf áttu í tjöldum, settust þar að, en þó voru margir, sem urðu
að hafast við á bersvæði; kyrrðin varð brátt svo algjör hvarvetna,
að ætla mátti allt líf fjarað út, nema vegna þess, að í bjartri sum-
arnótt mátti greina tjöldin hvítu allt frá ármynni upp að Al-
mannagjá.
Væntanlega verður það virt fréttaritara til vorkunnar, að ekki
er allra atriða getið í réttri timaröð, enda er hann nýkominn heim
án nokkurra minnisblaða og tekur nú til við ritun frásagnar um
þjóðhátíðina. — Mig rekur minni til þess, að á Reykjavíkurhátíð
var hinum nýskipaða íslandsráðherra drukkið til heilla, en dansk-
ur ráðherra gerði þá í fyrsta sinn í dansk-íslenzkri sögu tilraun til
þess að kynnast þeirri þjóð, sem hann átti að stjórna. Jafnframt
skal þess getið, að ýmsir Reykvíkingar, sem óánægðir voru að
sumu leyti með skipulag hátíðahalda á Öskjuhlíð, héldu einka-
þjóðhátíðir i Engey og Örfirisey í næsta nágrenni Reykjavíkur a
mánudags og þriðjudagskvöld. Sagt var, að þær hefðu að glms'"
brag mjög borið af hinum opinberu hátíðahöldum.
Þá hefði ég átt að bæta því við um norska ávarpið, að það var
prentað í Kristíaníu í eitt þúsund eintökum, sem dreift var meða
mannfjöldans. Gísla Magnússyni kennara hafði verið falið að
þýða ávarpið á íslenzku. Var það prentað í 400 eintökum vegn3
þeirra, sem ekki skildu vora tungu. Það var þannig því sem nmsl
eitt eintak handa hverjum einum af mannfjöldanum og hefur
þetta væntanlega stuðlað að vinsældum Norðmanna meðal þinS'