Saga - 1983, Page 198
196
GUSTAV STORM
heims, svo og, að heimsóknar þeirra mun um langan aldur verða
minnzt á íslandi.
Kuldi var mikill á föstudagsnótt og var því risið árla úr rekkju a
Þingvöllum, enda stóð þá hugur manna fremur til hátíðahalda en
morgunsvefns. Á morgunfundi, þar sem þá fyrst var tilkynnt um
fjölda ávarpa, var ákveðið, að þau skyldu ekki lesin upp, aðeins
lögð fram. Afhending ávarpa fór fram um kl. 10 í viðurvist kon-
ungs, föruneytis hans og alls þingheims. — Fyrstur lagði Trap
leyndarráð fram ávarp norræna fornritafélagsins, þá Sörensen
sjómyndamálari ávarp dönsku listaakademíunnar til föðurlands
Thorvaldsens, eins og hann komst að orði, prófessor Japetus
Steenstrup ávarp háskóla Danmerkur, Carl Andersen og Stephen-
sen stúdent ávarp danskra stúdenta o.s.frv. Ávarp norska Stor-
þingsins hafði borizt landshöfðingja, þar sem alþingisforseti, sem
það var stílað til, var enginn í svipinn; þá lagði hann og franj
ávarp háskóla Noregs stílað til hans ,,f.h. islenzku þjóðarinnar.
Öll ávörpin átti að birta almenningi í íslenzkum blöðum. Að þess-
um hátíðabrigðum loknum var búizt til þess að taka á móti kon-
ungi i morgunverð í tjöldunum þremur. Menn tóku sér stöðu 1
tvöfaldri röð frá Öxarárbrú að tjaldbúð. Fremst stóð ávarpa-
nefndin, en formaður hennar, dr. Grímur Thomsen, las ávarpid
fyrir konungi á íslenzku (konungi hafði verið afhent eintak a
dönsku). Efni þess get ég því miður ekki endursagt orðrétt, Þar
sem ekki var lokið prentun þess, þegar við fórum frá íslandi, en
það var í stórum dráttum á þá leið, að konungi var þakkað (hann
var ávarpaður „herra konungur“ að fornum sið) fyrir að vilja
gera þjóðhátíðinni þá sæmd að vera þar nærstaddur, svo og fyrir
þá alúð og góðvild, sem hann hefði sýnt íslenzku þjóðinni með Þ^1
að færa henni frjálslega stjórnarskrá, en vonazt væri til, að göU'
um hennar myndi hann bæta úr síðar í samráði við þjóðina.
í tjöldunum þremur var morgunverður þannig fram borinn, 3
konungur og föruneyti hans, ásamt öðrum gestum þjóðarinnat
(þ.á m. var norska stúdentanefndin, Janson og Boll sjómynda'
málari og nokkrir fleiri erlendir menn) snæddu í miðtjaldi, en
hinum tjöldunum tveimur var komið fyrir þátttakendum, ser0
greiddu fyrir mat sinn sjálfir. Að sjálfsögðu var borinn frarn
islenzkur matur við þetta tækifæri, lax, urriði og dilkakjöt tnarS
víslega matreitt. Svo sem venja er i íslenzkum veizlum var eng'nn
skortur á vínföngum, en þau voru sótt ómæld út í frönsk skip>