Saga - 1983, Síða 201
ÞJÓÐHÁTÍÐ ÍSLENDINGA 1874
199
Síigið af baki og komið var á efsta hjallann, þaðan sem stórkost-
leg útsýn blasir við um vellina, vatnið og fjallahringinn, hóf
rcannfjöldinn í gjábotni að syngja íslenzka ættjarðarsöngva, sem
hljómuðu dásamlega um hina dulúðgu harnragjá. Áhrifamesti
söngurinn var hið kunna harmkvæði Jónasar Hallgrímssonar um
að alþing sé horfið á braut, einnig fornir lífshættir, — svo og um
hrjóstrugt landslag Þingvalla.
Konungur og föruneyti hans var nú horfið sýnum, en mann-
fjöldinn hélt niður að tjöldunum. Látlaust steypiregn olli því, að
flestir ákváðu þá þegar síðdegis að halda heimleiðis í snatri. — En
stJórnmálafundinum var engu að síður fram haldið, og þegar ár-
ðegis á laugardag var samþykkt á fundinum ávarp, sem greinileg-
ar en allt annað bar vott um almenna skoðun íslendinga á stöðu
Pjóðarinnar. Það var þakkarávarp til Jóns Sigurðssonar, þökk
fyrir allt, sem hann hafði starfað fyrir ísland, og jafnframt var
t)að harmað, að honum var ekki gert kleift að sækja hina miklu
mmningar- og frelsishátíð. Það var sem sé ekki trútt um, að menn
hefðu vænzt þess, að konungur byði forseta Alþingis um margra
ara skeið, og mesta virðingarmanni íslands, far með einu skipa
Slnna í Islandsferð; — það voru mönnum mikil vonbrigði, að af
Pví varð ekki, svo og, að nafns Jóns Sigurðssonar var ekki getið á
Pemum hinna opinberu funda.
Föstudagskvöld og laugardag kom mannfjöldinn aftur til
Keykjavíkur. — Á laugardag héldu menn kyrru fyrir, flestir voru
úvíldar þurfi eftir einstaka og erfiða ferð. — Á sunnudag hélt
°®rinn dansleik til heiðurs konungi; voru þar saman komin um
ÖO manns. Skólahúsið var eini staðurinn við hæfi slíkum fagnaði
Pg urðu þá rektor og bókavörður að rýma til, en dansað var í al-
P’Pgissalnum. Að sjálfsögðu var ærin þröng í salnum, enda þótt
^estir af eldri kynslóðinni tækju þátt í dansinum. Mikið fjör var í
Peim gleðskap og tókst hann að öllu leyti vel. Að ytra formi var
ann ekki frábrugðinn öðrum dansleikjum í Evrópu, nema að því
lók til hins íslenzka búnings kvenfólksins. Undir borðum
völdverðar mælti landshöfðingi fyrir minni konungs og konung-
fyrir minni kvenþjóðarinnar. Konungur, sem tók þátt í gleð-
s aPnum af miklu fjöri, dró sig í hlé um eittleytið, en dansleikur-
'nn stóð til klukkan að ganga fjögur.
^óttina eftir eða réttara sagt morguninn, þvi að fjöll voru þá
Pegar sólroðin, var dásamlegt um að litast. Tignarleg Esjan,