Saga - 1983, Síða 202
200
GUSTAV STORM
krýnd nýsnævi blasti við handan fjarðar og í vesturfjarska mátti
greina hjálm Snæfellsjökuls.
Það lýsti bjart og fagurlega af þessum degi, þegar konungur og
hinir erlendu gestir hugðust hverfa af landi brott. Konungur steig
á skipsfjöl kl. 4 síðdegis; að sjálfsögðu kvað við skothríð fall-
byssna. — Áður hafði hann boðið borgurum Reykjavíkur á dans-
leik um borð. Með því lauk hátíðahöldum, en ekki kann ég frá
öðru að herma um samkvæmið um borð í ,,Jylland“ en því, sem
norskur sjóliðsforingi, sem þar var meðal boðsgesta, sagði mér, á
þá leið, að það hefði verið miklu síðra en dansleikir Óskars kon-
ungs í fyrrasumar um borð i ,,St. 01av“ í Þrándheimi.
Klukkan eitt um nóttina létu dönsku herskipin úr höfn og
sænsk-norska flotadeildin kl. 4 að morgni, en þar um borð var
fréttaritari þessa þáttar. ,,Nordstjernen“ varð að draga „Norr-
köping,“ sem ekki var búinn gufuvél, með dráttartaug fyrir
Reykjanes áleiðis til Vestmannaeyja. Þar skildu leiðir skipanna og
,,Nordstjernen“ hélt áleiðis til Noregs, sumpart fyrir gufuafli.
sumpart við hagstæðan byr, og hafði landsýn þegar á sunnudags-
kvöldi. Voru þar farþegar Norðmennirnir fimm, sem tóku þátt i
hátíðahöldunum, Nygaard, sem borgarar í Kristiansand höfðu
sent til íslands, Kristófer Janson og stúdentafulltrúarnir þrír. —
Var þeim öllum skilað heim heilum á húfi.
Hér lýkur frásögn hins norska sagnfræðings og íslandsvinar dr. Gustavs Storrns
um þúsund ára þjóðhátíð íslendinga á Þingvöllum 1874. Þó skal hér bæta við fra'
sögn af hátíðahöldum norræna manna í Parísarborg í tilefni þjóðhátíðar íslend-
inga. Birtist frásögn þessi í Berlingatíðindum 13. ágúst 1874:
Að boði norræna félagsins í Parísarborg kom saman í salar-
kynnum félagsins þar föstudaginn 7. ágúst, allstór hópur nor-
rænna manna til þess að minnast þúsund ára þjóðhátíðar íslend-
inga. Voru salarkynni fagurlega skreytt grænum lit. Baksvið salar
var tjaldað fánum þriggja Norðurlanda. Yfir ræðustólnum
skreyttum fánum og laufskrúði gat að líta skjaldarmerki íslands
letrað gylltum stöfum: „Þúsund ára hátíð íslands, 7. ágúst 1874.
Auk þess var skráð á veggskildi: Ingólfur 874, Leifur, Snorn
Sturluson, Heimskringla, Sæmundur fróði, Edda. — Var skipu-
lag allt mjög áhrifamikið, en hugir manna reikuðu frá heimsborg'
inni miklu til vorra kæru Norðurlanda.
Formaður félagsins, Daninn Fortmeyer, setti hátíðina með