Saga - 1983, Page 205
BRÉF FRÁ TRYGGVA GUNNARSSYNI BANKASTJÓRA 203
bjóðum og láta alþ. fyrirbjóða mjer að hafa samband við Landm.-
bankann, eða nokkur erlendis, því bankinn muni draga alla pen:
ut úr landinu eyðileggja landssjóð, og flá ísl: eins og allir danir
Sjöri, samt held jeg að þingið brosi og láti mig í friði. Jeg held E.
M sje vitlaus11
Jeg hef átt 200 kr. í 15—16 ár hjá Eiríki sál: frá Skatastöðum,
°pt hefur hann lofað að borga nokkuð af þessu, en aldrei orðið af
bví. Jeg veit ekki hvort ómyndugir eiga í hlut eða þú hefur með
skiptin að gjöra, ef svo er þá ætla jeg að biðja þig að setja mig sem
skuldaheimtumann í dánarbúið fyrir 200 kr., rentum ætla jeg að
sjePpa, og láta svo heita, að fyrir það að hann ekki borgaði þær,
hafi hann geta glatt sig meira á samtali við Bakkus, kalltetrið.
Hjer á höfninni liggja 4 ensk herskip111 1 fransktIV 1 belgískt,v
mjög líflegt á höfninni og í landi, þeir riða út og veiða, margir
Pen: koma inn í landið og ef til vill eitthvað dálítið af kynbótum
7~ ekki veitir af fjölgun þegar hjúabandið er leyst og allir verkfær-
lr streyma til Ameríku.VI Stjórnarskráin fór orðalaust, því nær
með öllum atkv., gegnum efri deild, kemst sjálfsagt gegnum þing-
ið 0g nýar kosningar næsta ár.VI1 Bravo fyrir þjóðviljanum, gott
að vín innflutningsbannið var ekki komið svo þjóðviljinn getur
tekið sér eldhúsdag
bestu óskir og vinarkveðja
Þinn einl. Tr. Gunnarsson*
ATHUGASEMDIR
* Tryggvi Gunnarsson var skipaður bankastjóri Landsbankans
v°rið 1893. Lárus Sveinbjarnarson yfirdómari hafði gegnt em-
bættinu í hjáverkum og þótti ófært, þegar þörf var aukinna um-
svrfa; bankastjórnin þótti reyndar íhaldssöm á lánveitingar. Lög
voru sett um laun starfsmanna bankans á alþingi 1891, og kváðu
bau svo á, að bankastjórastaðan yrði fulllaunað starf.
J Eirikur Magnússon í Cambridge var mjög óvæginn í garð
fundsbankans og Tryggva Gunnarssonar sérstaklega. Hann var
Bréf Tryggva er varðveitt í skjölum sýslumanns Skagfirðinga á Þjóðskjala-
safni, SKAG II, 50a; Bréf/sýsluskjöl 1894. Nánari tilvísun er ekki unnt að
gefa, vegna þess að skrásetning skjalagagna sýslumannsembættanna er
skammt á veg komin.