Saga - 1983, Side 206
204
SÖLVI SVEINSSON
harðorður um andstæðinga sína í bankamálum, sagði þá ,,annað-
hvort bresta heilbrigða skynsemi eða vera vísvitandi svikara
ella.“4 íslenzk blöð svöruðu Eiríki fullum hálsi, einkum ísafold.
Höfðaði hann meiðyrðamál gegn blaðinu og vann það, en beið
sjálfur álitshnekki.5 Eiríkur gagnrýndi Landsbankann einkum
fyrir þá sök, ,,að seðlar hans væru óinnleysanlegir. Taldi hann
það slíkan voða, að líklegt væri að bæði bankinn og landssjóður
yrðu bráðlega gjaldþrota, ef því atriði væri ekki breytt.“6 Tilefni
þessara árása Eiríks var reynsla annarra þjóða af óhóflegri seðla-
prentun, en slíku var ekki til að dreifa hérlendis. Eiríkur færðist
mjög í aukana, þegar Tryggvi gerði samning við Landmandsbank-
en í Kaupmannahöfn um að hann tæki að sér „venjuleg banka-
viðskipti við önnur lönd.“7 Það er einmitt þetta atriði, sem
Tryggvi víkur að í bréfinu.
III Þann 10. júlí 1893 komu fjögur ensk herskip til Reykjavíkur
,,og ætla að liggja hjer i 10 daga. Það eru æfingarskip bæði fyrir
liðsforingjaefni og óbrotna liðsmenn. Alls eru á skipunum 1388
manns. ... Jafnmikill her útlendur mun aldrei hafa hingað komið í
einu lagi. Hann eyðir allmiklum vistum, hefur t.d. beðið um 1000
pd. af kjöti, nautakjöti, dag hvern... .“8 „Nokkur hundruð
manna fengu landgönguleyfi daglega síðari hluta dags. Skemmtun
var mest sú, að koma á hestbak, fyrir ærið gjald, og þá eigi síður
að fá sjer „neðan í því“, í veitingahúsunum, meðan þeir höfðu
nokkuð að borga með; drukknir 1100 og 1500 bjórar fyrstu dag-
ana á einu veitingahúsi. Þeir verzluðu og mikið í búðum, girntust
enda hvað þeir sáu þar þeim óvanalegt. Giskað er á, að flotadeild
þessi hafi keypt sjer hjer vistir og annan varning fyrir 20000 —'
30000 kr.“9 Heimleiðis sigldu enskir þann 21. júlí.
IV Ef til vill á Tryggvi hér við ensku skútuna Feodora, sem kom
til Reykjavíkur þann 6. júli með nokkra franska ferðamenn,
blöð greina a.m.k. ekki frá komu fransks herskips um þetta leyti-
V Þann 9. júlí kom til hafnar í Reykjavik þrísiglt belgískt
æfingaskip fyrir sjómannsefni, Ville d’Ostende. Um borð voru
áttatíu manns, flestir unglingar.11
VI Þeir sem afnema vildu vistarband unnu umtalsverðan sigur a
alþingi 1893, þegar leiðin til lausamennsku var rýmkuð til muna-
Tryggvi Gunnarsson var í flokki þeirra, sem taldi vistarskyldu
þjóna þjóðhagslegri farsæld; hún stuðlaði að nauðsynlegri festu
og aga. Hann virðist hafa trúað því, eins og margir aðrir, að fólk