Saga - 1983, Page 212
210
GUNNAR ÞÓR BJARNASON
ur hlynntur Þjóðverjum í stríðinu.25 íslendingar voru því í svip-
aðri aðstöðu gagnvart Bretum og Danir gagnvart Þjóðverjum. Is-
lenskum stjórnvöldum var því nauðugur einn kostur að fara að
vilja Breta; íslendingar urðu ,,að komast af“ eins og Jón Magnús-
son, forsætisráðherra, komst eitt sinn að orði í samræðum við
Ditlev Thomsen, kjörræðismann Þjóðverja á íslandi, í heims-
styrjöldinni fyrri.26
Með því að gera einhliða viðskiptasamning við Breta, eins og
gerðist 1916, gengu íslendingar opinberlega til samstarfs við einn
stríðsaðila, Breta, gegn öðrum, Þjóðverjum. Það má því færa að
því rök að um hlutleysisbrot hafi verið að ræða af hálfu íslend-
inga. Svipuðu máli gegnir um togarasöluna til Frakklands 1917-
Andstæðingar viðskiptasamninganna beittu stundum þessum rök-
um og ræðismaður Þjóðverja hér á landi, Alexander Jóhannes-
son, mótmælti togarasölunni í nafni þýsku keisarastjórnarinnar,
en að eigin frumkvæði, einmitt á þeim forsendum.27 Hafi þetta
verið hlutleysisbrot var það knúið fram af aðstæðum, gegn vilja
landsmanna. Þar á móti hlýtur það að hafa auðveldað stjórninm
að lúta vilja hins volduga breska nágranna að meirihluti þjóðar-
innar hafði samúð með Bandamönnum i heimsstyrjöldinni.
Bandamenn vinsœlir
Þrátt fyrir hlutleysi íslands fór þvi fjarri að landsmenn legðu
alla styrjaldaraðila að jöfnu. Menn skiptust í flokka eftir ÞV1
hvort þeir fylgdu Bandamönnum eða Miðveldunum að málum-
Menn héldu með hinum ýmsu ófriðarþjóðum.28 Sigurður Jónsson
(„Siggi flug“) segir í endurminningum sínum að ekki hafi farið
fram hjá sér „frekar en öðrum, að menn í Reykjavík skiptus1
mjög í tvær andstæðar og stundum all harðsnúnar fylkingar i af'
stöðu sinni til styrjaldaraðila.“29 Og af landshlutablöðunum er
ekki að sjá að slík ,,flokkaskipan“ hafi takmarkast við höfuð_
staðinn. Sumum var þetta mikið tilfinningamál og fyrir kom ao
kappræður um verðleika stríðsþjóðanna enduðu í háarifrildi svo
lá við handalögmálum.30
Vert er að vekja athygli á því að hér á landi litu margir svo á a
baráttan stæði aðallega milli Breta og Þjóðverja. Þessa sjónar-
miðs gætti víða í blöðum og Þorsteinn Gíslason, ritstjóri, vakti
máls á því í tímaritsgrein 1915.31 Þessi skoðun var þó auðvita